Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 54

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Side 54
192 'það fyrirmyndin, og Dehli lögmaður lifið og sálin í öll- um félögunum. Nú er talið að séu í Noregi um 600 samvinnufélög, langflest í sveitunum, að eins eitt af hverjum tólf í bæjum og borgum. Langflest þeirra stofnuð síðan um aldamót. Fyrst framan af fóru félögin hvert sína götu. En árið 1894 tókst Dehli lögmanni að fá efnt til hins fyrsta sambandsfundar fyrir norsku félögin. Var hann hald- inn i Kristjaniu 27.—28. ágúst. Fundinn sóttu 26 full- trúar frá 18 félögum. Fulltrúarnir lýstu yfir eindregnu fylgi sinu við Rochdale-stefnuna, ákváðu að stofna alls- herjarsamband fyrir Noreg og skipuðu nefnd manna til að fylgja fram því máli. En árangurinn varð litill fyrst um sinn. Fundir voru haldnir 1895, 1898 og 1901, en ekki tókst að stofna sambandið. Svo kom deilan við Svíþjóð, og hin mikla hrifning 1905. Það ár tókst nefnd þeirri, er starfað hafði að sarabandsstofnuninni að koma á fót samvinnublaðinu »Kooperatören«. Hefir það blað síðan verið málsvari stefnunnar í Noregi og átt mikinn þátt i vexti hennar og framförum. Sigur Noregs út á við varð sigur samvinnunnar. 'Vorið 1906 var haldinn stofnfundur sambandsins 26.— :27. júni. Voru þau úrslit engum meira að þakka en Dehli lögmanni. Hafði hann haldið í horfinu öll þessi ár, þótt litið áynnist í fyrstu. Tuttugu og þrjú félög gengu fyrst í sambandið. En ekki höfðu þau nema 18,000 kr. höfuðstól til að styðjast við. Veltan var lítil fyrstu árin. Komst ekki upp í eina miljón fyr en 19111). Verzlunarstéttin eygði brátt hættu sér búna og lét ekki skorta andróðurinn. Sterk samtök voru mynduð meðal kaupmanna gegn félögunum. Settu þeir bæði sambandið og hin einstöku félög, sem í það gengu, á svarta lista, og hugðu með viðskiftabanni að auðmýkja *) 1916 var velta noraku félaganna orðin 70 miljónir.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.