Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 56

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Síða 56
194 Trinnublaðinu eru nú orðið prentuð 45 þús. eintök. Með þessum hætti er máli samvinnunnar talað um land- ið alt. Norðmenn líta svo á, að reynsla stríðsáranna muni mjög bæta fyrir félögunum. En verzlunarteppan hefir þar, eins og hér, hindrað framför þeirra að nokkru nú hin síðari misseri. Bretland. Hvernig verður tollpólitík Breta í fram- tiðinni'? Þetta er þýðingarmikil spurning fyrir sam- vinnumenn um allan heim, Hingað til hafa Bretar verið helztu forvigismenn frjálsrar verzlunar. Land þeirra heflr verið eyland mitt i tollhafi annara þjóða. Nú hafa margir af heiztu forkólfum þjóðarinnar snúið 4>aki við gömlu hugsjónunum. Þeim finst Bretum ókleift að standast samkepni annara þjóða nema þeir girði sig líka með tollmúrum. Það væri verulegt ólán frá sjón- armiði samvinnumanna. Þeir leita að sannvirði hlut- anna. En tollar færa eðlilegt verðlag úr réttu horfi. •Þeir skapa óeðlilega dýrtíð, alveg eins og dýrseld kaop- mannastétt. Líkurnar gegn því, að Bretar læsi sig inni í tollhring með nýlendum sínum, eru töluvert miklar: Ríkið hefir gífurlega skuld á herðum sér. Mörgum myndi þykja nóg um gjöldin, þótt leyft væri að kaupa vörurnar, þar sem þær eru ódýrastar. Verkalýður landsins gerist nú töluverc herskár og er vel samæfðui'. Eátækari stéttirnar myndu kunna því stórilla, ef dag- legt brauð þeirra yrði hækkað í verði, að eins til að þóknast framleiðendum í nýlendunum. Fyrir hálfri öld siðan mynduðu skozku kaupfélög- in samband sín á milli og heildsölu þá í Glasgow, sem mjög er fræg orðin. Fyrirtæki þetta hefir vaxið ærið hröðum fetum. 1870 var höfuðstóll þess 48 þús. kr. Nú er hann 10 miljónir króna. Arsviðskiftin hafa .hækkað úr Vj2 miljón kr. upp í 320 miljónir. Trygg- ingarfé og sjóðir voru 1917 tæpar 30 miljónir kr.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.