Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Qupperneq 57

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Qupperneq 57
195 1 Fyrir utan verzlunarstarfsemina hafa hin skozku kaupfélög rekið margskonar framleiðslufyrirtæki, sem •hafa dafnað ágætlega. Nokkra hugmynd má gera sér um það, hvílíkum tökum samvinnustefnan hefir náð í Skotlandi, með því að bera árangurinn saman við af- rek Dana á sama sviði. Arið 1917 var ársvelta danska sambandsins (íbúatalan í landinu ca. 3 miljónir) 81 miljón króna, en sama ár var velta skozku félaganna 320 miljónir kr. íbúatalan 5 miljónir. Danir eru að mörgu leyti mjög framarlega í samvinnumálum, þótt eigi jafnist þeir á við Skota. Það er alkunnugt, að Skotar eru gáfuð þjóð og miklir fésýslumenn. Fylgi þeirra við samvinnustefnuna bendir þess vegna á eitt- hvað annað en það, sem við kveður í blöðum millilið- anna, að á þá sveif geti engir hallast nema frámuna- legir aulabárðar i fjármálum. Bretland er föðurland kaupfélaganna. Þar er mest ■reynsla fengin á því sviði og einna mestur félagsþroski. Ef til vill er það þess vegna, að Bretar hafa fyrstir lagt út á þá braut, að samvinnumenn stofnuðu sérstak- an stjórnmálaflokk. Hefir áður verið getið um hér í tímaritinu byrjun þeirrar hreyfingar. Þóttust brezkir samvinnumenn beittir margskonar misrétti af báðum gömlu flokkunum, enda væri það sízt að furða, þar sem kaupmenn og fésýslumenn réðu þar mestu um úrslit mála, þótt öðruvísi væri talið á yfirborðinu. Auðvaldið drotnaði yfir blöðunum, þinginu og stjórninni. Eftir nákvæma rannsókn komust leiðandi menn samvinnustefnunnar að þeirri niðurstöðu, að þeim væri nauðugur einn kostur að yfirgefa hið forna hlutleysi í stjórnmálum og taka þátt í baráttunni fyrir eigin reikning. En samvinnumönnunum ensku var það ljóst, að tþeir myndu litið vinna á í fyrstu. Gömlu flokkarnir væru sterkir. Þeir hefðu blöð og peninga. Meiri hluti kjósenda hnigi til þeirra af gömlum vana. En því síð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.