Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 60

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.11.1918, Page 60
198 ,-að starfa í friði að undanteknum nokkrum smágrip- deildum í byrjuninni. Samvinnufélögin hafa þess vegna getað haldið í horfinu, nema að því leyti sem skortur einstakra vörutegunda hefir verið þeim bagalegur. En samhliða þvi hefir stjórnin lagt hönd á fiest hin stærri fyrirtæki, sem voru í einstakra manna eign, þar á meðal bankana — alla nema hinn mikla samvinnu- banka í Moskva. Eftir orðum sögumanns að dæma leggja Rússar mikla stund á að efla framleiðslu sam- vinnufélaganna, enda mikið áunnist. Hr. Asandrejev taldi erindi sitt til Norðurlanda, að koma á nánara samstarfi milli norrænna félaga og rúss- neska sambandsins. Þótti honum hin norrænu samtök aNordisk Andelsforbund< vera spor í rétta. átt. Með ,því að tengja land við land og þjóð við þjóð, gæti sam- vinnustefnan drotnað yfir heimsverzluninni. Finnland. Finskir samvinnumenn hafa nú nýverið haldið 16. aðalfund sinn i Helsingfors. Arsskýrslan ■sýndi, að hreyfingin hafði eflst mjög mikið hin síðustu misseri. Félagsmönnum hafði fjölgað um 50%' Þeir eru nú um 250 þús. Ársvelta sambandsins (Central- Jaget) var 90 miljónir marka. Á fundinum kom til umræðu, auk skyldumála, skattastefnur, eftirlaun starfsmanna og samvinnu-ióka- .xerzlanir. Þýzkaland. Nýjustu skýrslur sýna, að jafnvel erf- iðleikar styrjaldaráranna hafa ekki hindrað framfarir samvinnustefnunnar í Þýzkalandi. Árið 1890 voru þar i landi eitthvað 3000 félög í sveitunum. En nú í haust •voru þau tífalt fleiri. Félagsmenn eru um 3 miljónir. Xaugflest af þessum félögum eru lánsfélög og sparisjóðir, enda er Þýzkaland móðurland lánsfélaganna. Eiginleg .kaupfélög voru um 3000 og nokkru fleiri smjörbú. Gert er ráð fyrir, að miklar breytingar muni verða

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.