Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 46

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.05.1923, Page 46
Lánsstofnanir fyrir landbúnaðinn. Lánstofnanir fyrir landbúnaðinn eins og aðra at- vinnuvegi, verða að vera sniðnar eftir lánsþörfinni og teg- undum hennar. Verður það því að athugast hvað í sam- bandi við annað. Skal hér leitast við að skýra það frá mínu sjónarmiði sem bónda. Tegundir lánveitinga og stofnana, þyrftu að minni hyggj u að vera þessar: 1. Lánveitingar til jarðakaupa. þær lánveitingar annast veðdeild Landsbankans nú ásamt Ræktunarsjóði og fleiri sjóðum; en þær stofnanir eru tæpast fullnægjandi. Fasteignaveðbanki þarf því að komast á fót jafnskjótt og seðlar verða gerðir innleysan- legir í gulli eða einhverri festu komið á gengi peninga á annan hátt; því að fyr en fastur grundvöllur er kominn undir verðmælirinn sjálfan, krónuna, getur slík stofnun tæpast starfað á viðunandi hátt. Sem stendur er gullverð krónunnar svo langt fyrir neðan það, sem er lögákveðið, og gildi hennar þar að auki svo breytilegt, að það er ekki hægt að byggja á henni lánveitingar til langs tíma. En um þetta skal ekki fjölyrt, því að það á ekki að verða aðal- efni þessarar greinar. 2. Lánveitingar til húsabygginga og ef til vill jarðabóta. Nú er engin lánsstofnun til í landinu, sem annast þetta, því að Ræktunarsjóðinn þarf ekki að telja, til þess er hann svo ófullnægjandi. Veðhæfi húsa á sveitajörðum fyrir veðdeildarlánum, er því nær ekki neitt, og þó að sum-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.