Neisti - 01.06.1968, Side 22

Neisti - 01.06.1968, Side 22
á þessu sviði er ekki þar með verið að segja að hún eigi að gefa upp á bátinn þær leiðir, sem hún hefur fetað. Hér er þvf síður verið að tala nm nein " vöruskipti " heldur aðeins verið að vekja athygli á nýjum mögu- leikum f baráttunni fyrir auknum félagslegum réttindum, sem ekki er spumingin um að neixm skammti verkafólki, heldur að það ávinni sér. - Auðvitað má verklýðshreyfingin ekki hvika 1 neinu frá þeirri kaupgjalds- baráttu, sem hún hefur háð jafnhliða baráttunni fyrir mikilvægum félags- legum umbótum. Hér er þvi ekki um að ræða annað hvort eða, heldur bæði og. Hins vegar þarf verklýðshreyfingin að hafa þann styrk til að bera, að hún geti f ríkari mæli en hingað til, sett hin félagslegu málefni " á odd- inn " f þeim átökum sem hún heyr á faglegum vettvagni og á stjórnmála- sviðinu. Hefur verklýðshreyfingin þennan styrk til að bera? Eiga þessi mál nógu ríkanhljómgrunn meðal laimþega til þess að raunhæft sé að láta " slag- inn " snúast um þau? Séu þessar forsendur ekki fyrir hendi, verður að vinna að þvf að skapa þær. Og það gerist ekki nema með víðtæku fræðslu- starfi á vegum verkalýðsfélaganna og heildarsamtaka þeirra, Alþýðu- sambandsins. Málið snýr þvf ekki aðeins að óbreyttum liðsmöimum verk- lýðsfélaganna heldur einnig að forystumönnum þeirra, hvort þeir eru reiðubúnir að hefjast handa f þessum efnum. Launþegar eru mn 70% þjóðarinnar og sameinaðir geta þeir þvf ráðið málum sfnum til lykta. Takist verklýðshreryfingunni á næstu árum að móta sjálfstæða stefnu er höfði til hagsmuna þessa fólks f efnahagslegu, og félagslegu tilliti - og tefla þeirri stefnu fram sem andvægi gegn þeirri stefnu handahófs og skipulagsleysis f málefnum atvixmuveganna sem hér ríkir undir vernda:rvæng núverandi stjómvalda, - þá ætti að vera óþarit að öi-vænta um undirtektir. Sé það aftur á móti ekki vilji launþega að ráða málum sfnum sjálfir, þá mun þess líka langt að bíða að þeir geti lifað menningarlöi af laxmum 8 stvmda vinnudags.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.