Neisti - 01.06.1968, Side 31

Neisti - 01.06.1968, Side 31
sög'ðust neita að láta fara með sig eins og skepnur og verr en skepnur. Verum sem fjölmennastir og drepum Hinrik af Vernizu. Hvað sögðu þeir annað en satt. Og það varð uppreisn og þeir drápu Hinrik af Vernizu. Höll hans var allri umturnað af lýðnum, silfri hans og gulli dreift meðal fátæklínganna sem ekkert kunnu með penínga að fara, heiðursmerki ættarinnar brædd og himinsængin borin á torg svo lýðurinn gæti spottað aldaforna og virðulega rekkjusiði ættarinnar af Vernizu. Hundurinn hrökklaðist úr höllinni og komst ellihrumur í félag með öðrum hundum. Þótt ekki hefði það verið ætlun hans að svona færi, hugsaði hann oft með sér að kannski hafði það verið eins gott: en vænn maður var Karl Vilhjálmur. Þannig steypti hundur lénsvaldi ættarinnar af Vernizu. / 31

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.