Neisti - 01.06.1968, Page 56

Neisti - 01.06.1968, Page 56
HALLDÓR GUÐMUNDSSON Verkfallið Aðdragandi verkfallanna 1 marz verður rakinn aftur til 1967 f nóv. og þeirra atburða er þá áttu sér stað, f stuttu máli afnám logboðinnar vísitölu f des. 1967 er ríkisstjórnarflokkarnir á alþingi stóðu að. Er aukaþing ASfkom saman í byrjun þessa árs, til þess að ræða skipu- lagsmál samtakanna, lá ljóst fyrir að nauðsynlegt var að marka heild- arstefnu samtakanna f kjaramálum, þetta gerði þingið, það setti fram einhuga kröfu um fullar vísitölubætur á laun og miðaði kröfugerð sína við 1. marz, þingið lagði til við aðildarfélögin að þau boðuðu til verk- falla frá og með 1. marz til þess að knýja fram kröfuna. Það sem síðan gerðist er mönnum enn f fersku minni, og ekki ástæða til þess að rekja náið hér. Verkföll hófust þann 1. marz hjá flestum verkalýðsfélögunum f Reykjavík og fjölmörgum úti á landsbyggðinni, eftir þvf sem á leið verkfallið bættust æ fleiri f hópinn og er yfir lauk munu um 60 verkalýðsfélög hafa verið þátttakendur f átökunum. Skemmst frá að segja lauk verkföllunum um miðjan mánuð með samkomulagi við atvinnurkendur, samkomulagi sem er vægast sagt umdeilt. Það virðist f fljótu bragði augljóst að um það bil 20 þúsund manns f verkfalli sameinuð um eina kröfu, kröfuna um vfsitölugreiðslu á laun, sé slíkt vopn og afl að ekkert fái staðið gegn, ef rétt er á málunum haldið. Það er þvf, einnig auðskilið, að árangur baráttunar 3/4 hlutar þess er farið var fram á, sýni að ekki var rétt að málum staðið af hálfu verkalýðsforystunnar. Það fer ekki milli mála að með samkomulaginu fæst þýðingarmikil viðurkenning á nauðsyn vfsitölubindingarinnar á laun, það atriði er út af fyrir sig óumdeilanlegt, hinsvegar valda þreng- ingarákvæði samkomulagsins og þá einkum og sér f lagi viðmiðunar- upphæðir kaupgjalds, ágreiningi, og jafnvel sundrungu innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Til þess að glöggva sig betur á framkvæmd verkfallsins og árangri af þvf skulu tekin nokkur atriði lið fyrir lið I. Sú spuming er nærtæk, " hvort ekki hefði verið árangursríkara að standa fast gegn afnámi vfsitölubindingar launa, er vegið var að verkalýðshreyfingunni fyrir sfðustu jól, f stað þess að leggja til atlögu við ríkisvaldið, og sækja f hendur þess aftur, þvf er rænt hafði verið af launþegum. " Um þetta atriði eru mjög skiptar skoðanir, vegna þess að aðstaða margra félaga til verkfalls var mjög slæm þótt önnur hefðu betri aðstöðu þá, en þau höfðu f marz, til dæmis Dagsbrún. Um þetta má að sjálfsögðu deila endalaust, án nokkurrar niðurstöðu, þar sem þetta er algjört matsatriði. II. Þegar tveir deiluaðilar ganga til samninga með gjörólík sjónar- mið, liggur það f hlutarins eðli, að til þess að samkomulag náist verða báðir aðilar að gefa eitthvað eftir af kröfum sfnum, nema annar aðil- 56

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.