Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Síða 84

Andvari - 01.04.1962, Síða 84
82 JÓN I’ÖIlAIiINSSON ANDVAliI á himni tónlistarinnar, og þótt sú stjarna hafi ckki alltaf borið jafnskæra birtu, lýsir hún þó enn og mun lengi loga. Sú tilsögn í tónlist, sem Adam Liszt yngri hafði notið í æsku sinni, kom í góðar þarfir við uppeldi Franz. Adam gat sjálfur leiðheint syni sínum, og undra- verðar tónlistargáfur drengsins konni þegar í ljós. Hann var fremur pasturs- lítill í bernsku og gekk því sjaldan að leikjum með öðrum börnum. En slag- harpan varð eins og leikfang í höndum hans, og sat hann við hana löngum. Níu ára gamall lék hann í fyrsta skipti opin- berlega, og skömmu síðar vaknaði áhugi Esterházy fursta á frama þessa unga skjólstæðings síns. Nokkrir fyrirmcnn bundust samtökum um að tryggja pilt- inum ákveðna fjárupphæð unr sex ára skeið, og var hún nægilega há til þess að Adarn Liszt sá sér fært að segja upp starfi sínu hjá furstanum og gefa sig óskiptan að uppeldi og menntun sonar síns. Það varð að ráði, að þeir feðgar héldu til Vínarborgar, og þar naut Franz til- sagnar hinna færustu manna. Antonio Salieri, sem hafði verið lærisveinn Glucks, keppinautur Mozarts og kennari Beet- hovens og Schuberts, varð kennari hans í hljómfræði og kontrapunkti. En píanó- kennari hans varð Carl Czerny, sem verið hafði nemandi Beethovens og varð kenn- ari rnargra fremstu píanóleikara 19. aldar. Píanóæfingar hans, en af þeim samdi hann hinn mesta urrnul, eru enn í notkun. Eftii nokkrar fyrstu kennslu- stundirnar neitaði Czerny að taka við frekari greiðslu fyrir þessa kennslu, enda var hann rómaður fyrir örlæti og hjálp- semi, og naut Liszt tilsagnar hans ókeypis í tvö ár. Að þeim tíma liðnum var hann orðinn svo snjall píanóleikari, að hann er sagður hafa lesið „frá blaði“ erfiðar tónsmíðar, og næmleiki hans og skiln- ingur varð undrunarefni öllum, sem hon- um kynntust. Þá fór brátt mikið orð af leikni hans í „improvisation", en svo er það nefnt, þegar leikið er „af fingrum fram“ og unnið úr, undirbúningslaust, eða „lagt út af“ áður ókunnu stefi, sem listamanninum er fengið. Á þessum tímum þótti þjálfun í slíkum listum sjálf- sagður þáttur í uppeldi verðandi hljóð- færasnillings. Liszt hinum unga stóðu allar dyr opnar í Vínarborg, og hefðarfólkið keppt- ist um að sýna honum sóma. Auk snilli- gáfu sinnar naut hann þar þess, að hann var mjög fríður sýnum og hafði heillandi framkomu. Hann lék á mörgum tónleik- um, bæði i Vín og Búdapest, og naut óhemjulegrar hylli og aðdáunar meðal lærðra sem ólærðra í tónlist. Sagt er, að einhverju sinni hafi sjálfur Beethoven stigið upp á sviðið að loknum tónleikum í Vín og faðmað að sér undrabarnið. Flaustið 1823 taldi Adam Liszt, að þeir feðgar hefðu haft af Vínardvölinni þann ábata, sem þar var að vænta í bili. Héldu þeir nú til Parísar, en höfðu á leiðinni viðdvöl í nokkrum borgurn í Þýzkalandi. Cherubini, sem þá var for- stöðumaður Tónlistarskólans í París, treystist ekki til að taka Liszt í skólann, þar eð hann var útlendingur. Klökkva- blandnar bænir þeirra feðga máttu sín einskis rnóti skólareglunum hjá þeim virðulega heiðursmanni, og jafnvel ein- dregin meðmæli Esterházy fursta dugðu ekki til. Var því ekki um annað að ræða en að leita til einkakennara, og urðu fyrir valinu tveir menn, sem um þær mundir nutu mikils álits, þeir Antonín Reicha og Ferdinando Paér. Reicha var einn merkasti tónfræðing- ur sinnar samtíðar, og eru tónfræðirit hans enn í gildi. Idann var fæddur í Bæ- heimi en fluttist ungur til Þýzkalands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.