Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 103

Andvari - 01.04.1962, Page 103
ANDVARI UM IIELJARSLÓÐAROKUSTU 101 inn og vita menn það seinast til hrúts- ins. Þetta gaman gæti vel átt rætur sínar að rekja til þess, að Lamartine komst á efri árum í hinar mestu kröggur, svo að ýmsir menn gengust fyrir samskotum handa honum. Hefur Gröndal sennilega séð eitthvað urn þetta í dagblöðum, um það leyti sem hann ritaði söguna. Illa verður Alexander Dúmas (Dumas) fyrir skopi Gröndals. Hann er að vísu kappi mikill og tekst að mola hausinn á Eldjárni greifa með greifanum af Monte Christo. En Gröndal skopast að (bókum) Durnas með því að láta hann vera vafinn í óbundnar og óseldar bækur, sem hann liafði sjálfur skrifað, og voru þessar rit- smíðar banvænar þeim er fyrir urðu. Vafa- laust hefur Gröndal haft andstyggð á skáldskap Dumas, enda er það í góðu samræmi við skrif samtíma gagnrýnenda erlendra. V Idef ég nú getið hinna helztu sam- tímamanna, sem nefndir eru í Heljar- slóðarorustu. íslendingarnir eru þar ým- ist af því að Gröndal hefur verið upp- sigað við þá eða aðeins að hann hefur alveg nýlega rekizt á nöfn þeirra í Þjóð- ólfi, en útlendingarnir eru menn, sem einhver skipti hafa átt við íslendinga, í öðru lagi skáld og rithöfundar, sem Grön- dal hafa verið hugstæðir. Nú er rétt að líta á tilgang og mark- mið sögunnar. Um þetta segir Gröndal í Dægradvöl: „Svo gaf Páll út Heljar- slóðarorrustu og var strax gleypt við henni, og ég er viss um að þeir landar sem þá voru í Höfn hafa skilið hana rétt, nefnilega cins og skemmtilega uppá- finningu, gjörða á þann hátt sem ridd- arasögur vorar eru; cn hinir seinni tíma vitringar (sem lítið vit hafa á skáldskap) hafa kallað hana „spottsögu“.“ Þessi um- mæli eru að mestu leyti sönn. Heljar- slóðarorustu er ekki stefnt gegn neinu sérstöku eins og sum seinni rit Gröndals, t. d. Gandreiðin og Þórðarsaga Geir- mundssonar. Ileljarslóðarorusta er ekki einu sinni skopstæling eða parodia i þess orðs rétta skilningi. Þó að í henni sé ein og ein hnúta til samtímans, þá er hún fyrst og frernst gamansaga og það tiltölulega mein- laus gamansaga. Það er minna í henni af beiskri glettni og grcmjufyndni heldur en í seinni ritum Gröndals. Ekki verður því neitað, að mörg fyndnin eða brandararnir í I Ieljarslóðar- orustu eru ærið frumstæðir. Þegar bávað- inn var sem mestur í Parísarborg „frétt- ist það austur í Garðaríki, að Evgeníu væri orðið illt, því að orgið heyrðist þangað". Og þegar Napoleon fer frá París þá kvaddi hann Evgeníu „með kossi eigi all-litlum og það segja stjörnu- meistarar þeir, er við voru og reikn- uðu út gang allra þessara hluta, að sá koss hafi verið jafnlangur og er frá Langa- nesi og til Hvarfs á Grænlandi." Það má nefna mýmörg dæmi á borð við þessi, sem <)I1 mega heita óhefluð, alþýðleg fyndni. Það eru „billegir brandarar", og hæfa hvergi nærri alltaf í mark. Ég býst varla við, að hægt sé að segja, að það sé mikill léttur fíngerður húmor í Heljar- slóðarorustu. Hann kemur helzt frarn í samtölunum og ræðunum, sem eru margar og ágætar og sýna ræðumennina í húmoristisku Ijósi, hvern með sínum sérkennum. En skopblæ sinn á sagan öllu öðru frernur að þakka því stíl- bragði, sem haldið er frá upphafi til enda, að setja persónurnar í umhverfi, sem þær eiga ekki heima í. Menning tiltekins tíma eða þjóðar cr samsafn fjölmargra smáatriða, sem öll eru í samræmi hvert við annað. OIl menn- ingarleg aðskotadýr eru hlægileg af því að þau valda ósamræmi. Það er engin nýlunda að skáld og rithöfundar noti sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.