Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 104
102
KRISTJÁN ELDJÁIIN
ANDVAllI
þetta í skopskyni, og það er langt síðan
menn veittu því athygli, að kímniblæ má
ná með því að lýsa hinu hátíðlega hvers-
ilagslega og hinu auvirðilega hátignar-
lega. A 15. öld var uppi íslendingur, sem
kunni að hagnýta sér þetta út í æsar.
Það var skáldið, sem kvað Skíðarímu,
sem að anda og tilgangi minnir á Don
Ouijote. Þar er flækingurinn Skíði leidd-
ur inn í Valhöll sjálfa, þar sem fyrir eru
æsir og fornar hetjur. Skíði er í svo miklu
ósamræmi við þetta umhverfi og það við
hann, að hvorttveggja verður mjög hros-
legt. Skop Jóns Thoroddsens er og mjög
af þessum toga spunnið. Honum er t. d.
tamt að leggja lítilmótlegum persónum
hátignarlegt mál á varir. Gröndal not-
færir sér ósamræmið aðallega á tvennan
hátt: með því að klæða alþekkta útlend-
inga í gervi íslenzks bændafólks og gera
þeim upp hugsanagang þess, og í öðru
lagi með því að fella samtíma menn inn
í umhverfi fornaldar- og riddarasagna.
Hvorttveggja verkar á alveg sama hátt,
það er blandað saman ólíkum menningar-
stigum, íslenzku og útlendu, fornu og
nýju. Þetta verkar á mann líkt og skop-
teikningar, enda alvanalegt í öllum skop-
blöðum, að sá sem gera á hlægilegan er
færður í einhvern annan búning en
sinn eiginn eða látinn standa í allt ann-
arri stöðu, en menn eru vanir að sjá hann
í. Þarf ekki annað en að blaða í Spegl-
inum til að sannfærast um þetta. Grunar
mig einnig, að mikil yrði aðsókn, ef
alþingismennirnir efndu til bændaglímu
á Austurvelli eða alþekktir, ráðsettir borg-
arar, sem hér ganga hversdagslega með
hatt og staf um göturnar, færu að heyja
burtreið inni á skeiðvelli, og ekki myndi
það spilla, ef þessir herrar klæddust mið-
aldabúningi eða riddarabrynju. Margur
mundi hlæja dátt að slíkri sjón, en ein-
mitt af þessu tagi er fyndni Heljarslóðar-
orustu. Hún er í ætt við skopteikningar
og eftirhermur.
En þessi fyndni á sín takmörk. Sum
fyndni er svo almennt mannleg, að hún
cr næstum því óháð stund og stað. En
fyndni Ideljarslóðarorustu er þannig, að
fullnægja verður vissum skilyrðum og hafa
ákveðna þekkingu til að njóta hennar.
Maður þarf hclzt að vera íslendingur,
cn ekki nóg mcð það. Maður verður að
vera kunnur fornsagnastílnum og þcim
heimi, sem í sögunum birtist. Annars
getur allt farið fvrir ofan garð og neðan,
eins og það er ekki heldur mikið púður
í að heyra hermt eftir manni, sem mað-
ur hefur hvorki hcvrt né séð. Það getur
vel verið, að þegar Islendingar hætta að
drekka í sig fornsagnaandann með móður-
mjólkinni, þá fari þeim að leiðast Heljar-
slóðarorusta.
Það er merkilegt atriði í fvndni Heljar-
slóðarorustu, að höfundurinn segir hana
alla með alvörusvip. Hann lýsir hinum
afkáralegasta fáránleik, án þess að hon-
um stökkvi bros, líkt og hann segði
almælt tíðindi. Sífellt kemur hann manni
á óvart, fyndnin hæfir mann stundum
líkt og snoppungur, samlíkingarnar cru
margar svo fráleitar og hugsanatengslin
svo ólíkindaleg, að maður þarf fyrst í
stað nokkurn tíma til að átta sig. Mun
það ekki ofmælt, að fáar bækur taki
Heljarslóðarorustu fram að snöggum
hugsanatengslum og taumlausu ímvnd-
unarafli. Hugarflug Gröndals var alveg
hamslaust, eins og hann segir sjálfur,
og hann var aldrei hræddur við að fara
þangað sem andinn hreif hann. Sjálf-
ur segir hann, að sér hafi dottið mestur
hluti sögunnar í hug eitt sinn undir borð-
um, og mun það satt, enda skrifaði hann
hana á tæpum hálfum mánuði. Sagan
ber það líka greinilega með sér, að hún er
ekki yfirleguverk. Það cr í hcnni ein-