Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 5

Andvari - 01.06.1964, Page 5
SVEND KRAGH-JACOBSEN: ANNA BORG Á páskadag 1963 steig hin mikla leikkona Danmerkur, Anna Borg, upp í flugvélina, sem átti að flytja hana um Osló til bernskuheimkynnis hennar, ís- lands, þar sem skíra skyldi fyrsta sonarson hennar. Henni var léttir að hverfa frá Kaupmannahöfn og leikhúsinu; upp á síðkastið höfðu aðstæður þar ekki verið að óskum hennar, sem unni svo mjög list og heiðarleika. Hún hafði orðið fyrir vonbrigðum og mætt skilningsleysi, sem hindraði hana í iðkun þeirrar listar, er var henni lífið sjálft. En fyrir Önnu Borg var lífið einnig ástin til eiginmannsins, barna sinna og fjölskyldu. Hjá henni var listamaðurinn og persónuleikinn af einu efni, og af hjartahlýju sinni veitti hún óspart bæði sem kona og listamaður. Island var ættjörð hennar, og um leið og hún lét öll óþægindi að baki sér, kvaddi hún mann sinn, Poul Reumert, og ástvini sína — eftir fáar stundir vænti hún endurfunda við son sinn og litla drenginn, sem hún hlakkaði til að halda undir skírn. Þrátt fyrir allt gat hún lagt brosandi af stað. — Þetta bjarta, hreina bros varð síðasta kveðja hennar til Danmerkur, landsins, sem tók hana að sér og gerði hana að svo frábærri leikkonu, að engin hjá oss getur fyllt skarðið eftir hana. Anna Borg flaug frá okkur — 38 árum eftir að hún steig fyrst á land í Kaupmannahöfn — og fluginu var beint til íslands, að eilífu burt frá leiksviði þessa lífs. Utan við Osló hrapaði flugvélin. Allir fórust. Þennan kyrrláta helgi- dag í Kaupmannahöfn olli fregnin ægilegum sársauka. Þó að of langt væri liðið frá því Anna Borg hafði staðið á leiksviði Konunglega leikhússins, og þó að þetta sama leikhús hefði farið illa með mikla hæfileika hennar seinni árin, var hún þó ennþá ein sterkasta stoð þjóðleikhúss Danmerkur. Anna Borg bjó yfir slíkri orku og skapstyrk, að hún hafði hvað eftir annað sigrazt á erfiðleikum, sem hefðu stöðvað sérhvem annan á framabrautinni. Með takmarkalausum dugnaði náði hún valdi á dönskunni, þegar hún var tekin kornung í leiklistarskóla Konunglega leikhússins. Á fyrstu árum sínum í Danmörku vann hún sig út úr þeim einmanaleik, sem hún hefur lýst svo átakanlega í endurminningagreinum sínum. Hún varðveitti jafnvægið eftir umbrotin, sem urðu í sálarlífi hennar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.