Andvari - 01.06.1964, Side 8
6
SVEND KRAGH-JACOBSEN
ANDVARI
Miiller. Anna Borg var prinsessa hans. Honum virtist hún hafa svo ótvíræða
hæfileika, að hann stahk upp á, að hún færi til Kaupmannahafnar til að leita
frekari menntunar við leiklistarskóla Konunglega leikhússins.
í fyrstu virtist ómögulegt að framkvæma þessa hugmynd. Anna Borg
var svo ung, að foreldrum hennar fannst ekki rétt að senda hana eina til
Kaupmannahafnar, þó varð þetta úr eftir fáa mánuði. Reyndar fór hún ekki
ein af stað. Um árabil hafði frú Stefanía þjáðst af gallsteinum. Nú var ákveðið
að senda hana til sérfræðinga í Kaupmannahöfn til aðgerðar. Síðari hluta
sumars 1925 fór Anna Borg suður á bóginn með móður sinni. Danski sendi-
herrann á Islandi, Frank le Sage de Fontenay, gekkst fyrir umsókn hennar um
upptöku í leiklistarskólann. Móðir hennar var lögð á Finsens sjúkrahúsið, og þar
dó frú Stefanía 16. janúar 1926. Alla þá mánuði, sem á undan fóru, skipti Anna
Borg sér milli leikhússins og sjúkrahússins. Á námsárum sínum varð hún að
ganga gegnum það erliðasta, sem komið getur fyrir leiklistarmann: Flún varð
að taka upp nýtt mál. Að vísu hafði hún þegar lært dönsku í skólanum á ís-
landi, en eitt er að tala mál svo það skiljist, annað — og margfalt erfiðara — að
tileinka sér nýtt mál, svo að það verði eðlilegt tæki til listrænnar tjáningar.
Aðstöðumunurinn er gríðarlegur. Aðeins sárfáir sigrast á honum. Anna Borg
barðist við framburðinn, við málfræðina, við að fá danska hljóðrofið á réttan
stað, útrýma íslenzka tungubrodds errinu og finna blæbrigðin milli hinna óskýru
dönsku sérhljóða. Hún, sem hafði þroskazt við frjálsræði heima hjá sér í Reykja-
vík, varð innibyrgð þessi þrjú ár á leiklistarskólanum. Hún færðist undan sam-
vístum við félaga sína fyrstu árin, af því henni fannst hún vera utanveltu og ekki
óhult í þessum fjöruga félagsskap. Og hún þorði ekki að umgangast of marga ís-
lendinga, af því að henni fannst það aðalverkefni sitt að leggja rækt við dönsk-
una og þorði því ekki að láta eftir sér þá auðveldu ánægju að tala íslenzku við
landa sína. Það var danskur framburður, sem hún vildi sífellt hlýða á og læra.
I fyrstu hafði hún reyndar móður sína sér til huggunar, þótt hún sæi, að kraftar
hennar fóru smám saman þverrandi. Daglega lá leið hennar frá gistiheimilinu
til leikhússins og áfram til sjúkrahússins. Vitni um ótaldar stundir, sem hún
dvaldi þögul við sjúkrabeð móður sinnar, er postulínsstellið, sem hún málaði
þar. Til einhvers varð hún að nota hendurnar. List varð það að vera. Anna
Borg lærði að mála postulín, og það er fallegt að sjá í dag, hvernig gleði hennar
af náttúrunni — blómunum — fékk útrás í málverkinu. Seinna bætti hún út-
saumi sem tómstundaiðju við kunnustu sína. Þegar hún fékk ekki eins mikið
að gera í leikhúsinu og hún gjarnan vildi, og þegar hernámsárin kröfðust starfs
til að hvíla taugarnar, komst hún líka svo langt á þessu sviði, að hún náði valdi
yfir smásporasaumnum, svo að í honum sást speglast smekkur hennar og gleði