Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 11

Andvari - 01.06.1964, Page 11
ANDVABI ANNA BORG 9 hún í fyrsta sinn fram sern leikkona í leikaraflokki, er hún mælti fram tvær setningar „sjöttu frúar“ í leikriti Henriks Ibsens „Gamanleik ástarinnar" fjórtánda október við síðdegissýningu á sunnudegi. Poul Reumert, sem hún var enn mjög feimin við, og Bodil Ipsen léku Gulstad og Svanhild á þessari sýningu, og sjálf skrifar hún, að þau hafi boðið sig velkomna í leikhúsið, en hvorugt þeirra vissi þann dag, fyrr en hún sagði þeim það, að hún væri ráðin leikkona við leikhúsið — og alls engan grunaði þá, hvað hún átti eftir að verða á þessu leiksviði, en tvö þau fyrrnefndu höfðu þá þegar verið ljómi þess um langa tíð. Hún var hamingjusöm, unga listakonan, sem gekk heim síðdegis þennan dag, þó að hún hefði aðeins verið „sjötta frúin". * * * Konunglega leikhúsið virtist ekki vita með vissu, livað það ætti að gera við nýju, ungu leikkonuna sína. Fyrsta raunverulega hlutverkið varð Leonora í „Æðikollinum", sem hún lék í fyrsta sinn á afmælisdegi Holbergs, 3. desember 1928 og síðan þó nokkuð mörg leikár, svo að bæði Bodil Ipsen og Liva Weel urðu Pernillur hennar. Yndisleg var hún í rókókóbúningnum, og hún lék ástföngnu ungfrúna ljómandi vel, en það voru ekki fölar jómfrúr eins og dóttir herra Viel- geschrey, sem henta skyldu hæfileikum hennar, þó að hún fengi fleiri þess háttar hlutverk eftir því sem árin liðu. Næst notaði leikhúsið hana í „Onnu Auroru", gamanleik eftir ónefndan höfund. Var hann seinna eignaður Herdísi Bergström, sem ekki mótmælti móðeminu. Anna Borg lék unga danska stúlku, Camillu, og um það er ekki meira að segja. En einmitt um þetta leyti var hún tekin að æfa hið fyrsta af hlutverkunum í þeirri grein, sem verða skyldi hennar — og ætíð sérsvið hennar allan leikferil hennar: hinar hreinu, sterku, ástríku, fórnandi konur. Leikhúsið hafði tekið til sýningar einþáttunginn „Gálgamann- inn“ eftir finnska leikritaskáldið Runar Schildt, og Poul Reumert, sem átti að leika aðalhlutverkið, Toll, útslitinn ofursta, fékk Önnu Borg sem eina mótleik- ara í hlutverki stúlkunnar Maríu, sem tekin er að elska þennan einmana, rudda- lega mann þann tíma, senr hún hefur verið honurn sanrtíða á óðali hans, þjón- ustustúlka, sem hann fer með eins og liund. Allur leikurinn gerist á einni nóttu aðeins rnilli þeirra tveggja, sem sýna hér sitt rétta eðli: liið örvæntingar- fulla og tillitslausa, hið sterka og gjafmilda. Llann er karlmaðurinn, hrakinn út á yztu nöf í ótta við örlög sín. Hún er konan, sem finnst eðlilegt að fórna öllu fyrir þann, sem hún elskar og þráir að hjálpa. Hlutverkið hafði djúp áhrif á hana, þegar yfirleikstjóri leikhússins, dr. Egill Rostrup, fékk henni leikritið til yfirlestrar. En þegar hún frétti, að Poul Reumert ætti að leika Toll ofursta,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.