Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 22
20
SVEND KRAGII-JACOBSEN
ANDVARl
færisleik, sem Nicolai Neiiendam rítaði fyrir Holbergshátíðina .1934. Þessi litli
tíbarspegill nefndist „Hjá sykurkökubakaranum í Kaupmangaragötu", og Dag-
marleikhúsið heiðraði þennan viðburð með nokkrum síðdegissýningum. Hún
sýndi hér framúrskarandi gámanleik, sem kom henni að gagni, þegar hún fékk
ólíkt erfiðara hlutverk á næsta leikári og skyldi taka við af Else Skouboe sem
Tatjana furstafrú í „Tovaritsch", snjöllum og tignum gleðileik eftir Jacques
Deval. Önnu Borg tókst frábærlega að gera hlutverkinu skil — með lcttari
glettni og öruggari skapbirtingu en hún hafði áður sýnt. Hún vann mikinn
og langæjan sigur í hlutverki stórfurstafrúarinnar, og seinna á leikárinu fékk
hún að taka það upp aftur í Árósum, þar senr henni gaist einnig kostur þess
að bæta við hlutverkalista sinn einu af hinurn frægustu dönsku ungmeyja-
hlutverkum. Hún lék Möllu — jómfrú Krapylius — í „Andbýlingunum". Hjá
henni voru nokkur vonbrigði hundin við þetta hlutverk. Þegar hún fór í fyrsta
sinn að loknu námi með Poul Reumert til Islands 1929, hafði hún haldið, að
hún æ:ti að leika með honum í öllum þremur leikritunum, sem hann var ráðinn
til að leika sem gestur í Reykjavík. Á leikskránni voru þá „Gálgamaðurinn",
„Tartuffe" og „Andbýlingarnir“. En hún lék aðeins Maríu í fyrstnefnda leik-
ritinu. I hin hlutverkin vildi leikhúsið nota sína eigin leikara. Nú fyrst fékk
hún hlutverkið í „Andhýlingunum" í Árósum og lék það einnig seinna, eftir
að hún kom í Konunglega leikhúsið.
Annað leikárið í Dagmarleikhúsinu færði henni ennþá nokkur hlutverk.
I Iún var móðirin í „Máli Oscars Wilde“ eftir Maurice Rostand, þar sem Poul
Reumert lék son hennar, og auk þess lék hún í enska gamanleiknum „Vér, hinir
unpu“, sem vann leikhúsinu mikið lof. Dagmarleikhúsið kvaddi hún sem
prinsessan í „Drottningarmanninum", þar sem Poul Reumert lék í síðasta sinn
rnóti Önnu Bloch, vinkonu þeirra hjónanna frá fyrri árum. Eitt leikár enn,
1936—37, varð breytingatími, er þau hjónin léku fyrst í Árósum „Gálgamann-
inn“ og „fmyndunarveikina". Hjá Önnu Borg var Toinette fyrsta stóra hlut-
verkið af Pemille-taginu, hlutverk, þar sem hún leitaðist einkum við að leika
með miklurn hraða, — og það svo, að síðar, þegar hún lék hlutverkið á íslandi
og hafði sjálf sviðsett leikinn, sýndist hún svo kvik í samanburði við íslenzku
samleikendurna, að einn gagnrýnandinn líkti henni við knattspyrnumann á
fleygiferð um völlinn. Hún hafði mikið garnan af þessari samlíkingu. I Dan-
mörku vakti hún ánægju með því lífi og fjöri, sem hún gæddi Toinette sína
í þessum fræga gamanleik eftir Moliere. Auk endurtekninga á fyrri hlutverk-
um fékk hún langt um erfiðara viðfangsefni með manni sínum í gestaleík í Ár-
ósaleikhúsi, er hún skyldi verja hlutverk Salome í samnefndu leikriti Oscars
Wilde, án þess að kynórar, sem eru kjarni persónunnar, fcngi fullgilda tjáningu í