Andvari - 01.06.1964, Side 25
ANDVARI
ANNA BORG
23
hún fór meS hlutverk Grétu fyrir tíu árum. En þar sem mannsbamið sligaðist
undir sorgarbyrðinni, bar dóttir guðsins sársauka alls mannkynsins með sér
inn í óendanleikann. Þetta afrek er ef til vill stærst og minnisstæðast í öllu
persónusafni Onnu Borg og ógleymanlegt þeirn, sem fóru kvöld eftir kvöld
til þess að finna hjá skáldinu og leikaranum það, sem stríðsárin létu glatast
utan veggja leikhússins.
Fljótlega á eftir kom ennþá eitt af þeirn hlutverkum, sem hún hefur gefið
sérstakt yfirbragð á dönsku leiksviði. Fyrst var hún samt ástúðleg Fanney í
ómerkilegum enskum fjölskyldugamanleik „Kolkrabbanum kæra“, og Helene,
„renglan", daufust af ástmeyjunum þremur í ,,Jónsmessunæturdraumi“ Shake-
speares. Hernám þýzku nazistanna var nú löngu skollið yfir okkur. Cai
Hegermann-Findencrone, sem hafði tekið við leikhússtjórastarfinu af Andreas
Möller 1938, valdi leikritin vísvitandi eftir sterkri þjóðemislegri stefnu. Vegna
70 ára afmælis Kristjáns konungs X. 26. september 1940 var stofnað til nýrrar
sýningar á „Álfhól", hinu þjóðlega hátíðarleikriti Danmerkur. Meðal athyglis-
verðra nýjunga var það, að Bodil Ipsen tók að sér hlutverk Karenar, en Anna
Borg lék Agnete í fyrsta sinn, — ástarjátningu Johans Fudvigs Heiberg til
ungu stúlkunnar Hanne Pátges, þegar hátíðarleikurinn varð til 1828. Hlut-
verk Agnete er merkilegra en það sýnist — og er oftast túlkað, Agnete er
reyndar álfamærin holdi klædd, draumadís rómantíkurinnar, sem herra Ebbe-
sen hrífst af sjálenzka sumarnótt á álfhólnum skammt frá hvítum Stevns-
kletti. En alvarlegur misskilningur kemur oft fram vegna þess, að hún er ekki
bóndadóttir, ekki dóttir Karenar, heldur tiginborin, uppalin af bóndakonunni,
en af göfgasta riddarablóði. I Agnete á ættgöfgin að vera innsta borð dular-
hjúpsins. Utan yfir liggur leyndardómur skógarnæturinnar í óróleika hennar,
er hún finnur, að állhóllinn dregur hana til sín, — og skelfingin, sú afhjúpun,
að hún er brúður álfakóngsins, eins og Karen segir henni þessa nótt og leik-
verkið lýsir svo meistaralega í orðuin, tónlist og dansi. Sveitastúlku sætleika
hennar má aðeins gera að þunnri skel yfir þessar blönduðu tilfinningar með
búningnum og þeirri rómantísku ást, sem viðkomandi tírni viðurkennir í listinni.
Anna Borg átti allan þennan efnivið í Agnete, sem bláklædd gekk í álfadans-
inn í tunglsljósinu, en í síðasta atriðinu, þar sem hún segir aðeins eina setningu,
lét hún Agnete standa hnarreista, eðlilega, og með svo rétturn hætti Iiafa fáar
verið guðdætur danakonungsins, hin göfuga jómfrú af Walkendorffættinni,
borin til hásalar og tignar Höjstrups. Anna Borg varð — og var mörg leikár —
skáldlegasta, fegursta og eðlilegasta Agnete, sem „Álfhóll" hefur eignazt á síð-
asta rnannsaldri. A gagnstæða hlið, en samt í sígildu leikverki, fékk hún að
llytja rökræður stúlkunnar Donnu Isabellu í „Don Ranudo de Colibrados"