Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 25

Andvari - 01.06.1964, Side 25
ANDVARI ANNA BORG 23 hún fór meS hlutverk Grétu fyrir tíu árum. En þar sem mannsbamið sligaðist undir sorgarbyrðinni, bar dóttir guðsins sársauka alls mannkynsins með sér inn í óendanleikann. Þetta afrek er ef til vill stærst og minnisstæðast í öllu persónusafni Onnu Borg og ógleymanlegt þeirn, sem fóru kvöld eftir kvöld til þess að finna hjá skáldinu og leikaranum það, sem stríðsárin létu glatast utan veggja leikhússins. Fljótlega á eftir kom ennþá eitt af þeirn hlutverkum, sem hún hefur gefið sérstakt yfirbragð á dönsku leiksviði. Fyrst var hún samt ástúðleg Fanney í ómerkilegum enskum fjölskyldugamanleik „Kolkrabbanum kæra“, og Helene, „renglan", daufust af ástmeyjunum þremur í ,,Jónsmessunæturdraumi“ Shake- speares. Hernám þýzku nazistanna var nú löngu skollið yfir okkur. Cai Hegermann-Findencrone, sem hafði tekið við leikhússtjórastarfinu af Andreas Möller 1938, valdi leikritin vísvitandi eftir sterkri þjóðemislegri stefnu. Vegna 70 ára afmælis Kristjáns konungs X. 26. september 1940 var stofnað til nýrrar sýningar á „Álfhól", hinu þjóðlega hátíðarleikriti Danmerkur. Meðal athyglis- verðra nýjunga var það, að Bodil Ipsen tók að sér hlutverk Karenar, en Anna Borg lék Agnete í fyrsta sinn, — ástarjátningu Johans Fudvigs Heiberg til ungu stúlkunnar Hanne Pátges, þegar hátíðarleikurinn varð til 1828. Hlut- verk Agnete er merkilegra en það sýnist — og er oftast túlkað, Agnete er reyndar álfamærin holdi klædd, draumadís rómantíkurinnar, sem herra Ebbe- sen hrífst af sjálenzka sumarnótt á álfhólnum skammt frá hvítum Stevns- kletti. En alvarlegur misskilningur kemur oft fram vegna þess, að hún er ekki bóndadóttir, ekki dóttir Karenar, heldur tiginborin, uppalin af bóndakonunni, en af göfgasta riddarablóði. I Agnete á ættgöfgin að vera innsta borð dular- hjúpsins. Utan yfir liggur leyndardómur skógarnæturinnar í óróleika hennar, er hún finnur, að állhóllinn dregur hana til sín, — og skelfingin, sú afhjúpun, að hún er brúður álfakóngsins, eins og Karen segir henni þessa nótt og leik- verkið lýsir svo meistaralega í orðuin, tónlist og dansi. Sveitastúlku sætleika hennar má aðeins gera að þunnri skel yfir þessar blönduðu tilfinningar með búningnum og þeirri rómantísku ást, sem viðkomandi tírni viðurkennir í listinni. Anna Borg átti allan þennan efnivið í Agnete, sem bláklædd gekk í álfadans- inn í tunglsljósinu, en í síðasta atriðinu, þar sem hún segir aðeins eina setningu, lét hún Agnete standa hnarreista, eðlilega, og með svo rétturn hætti Iiafa fáar verið guðdætur danakonungsins, hin göfuga jómfrú af Walkendorffættinni, borin til hásalar og tignar Höjstrups. Anna Borg varð — og var mörg leikár — skáldlegasta, fegursta og eðlilegasta Agnete, sem „Álfhóll" hefur eignazt á síð- asta rnannsaldri. A gagnstæða hlið, en samt í sígildu leikverki, fékk hún að llytja rökræður stúlkunnar Donnu Isabellu í „Don Ranudo de Colibrados"
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.