Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 26
24
ANNA BORG
ANDVARI
eftir Holberg, sem var djarflega skilið og uppfært af Bodil Ipsen. Poul Reu-
mert skapaði liér sinn óviðjafnanlega Don Ranudo, minnismerki yfir fátækt
og aðalsstolt, er ennþá stendur sem einna áhrifamesti Holbergsleikur vorra
tíma, á sýningu, sem var nýjung, af því að hún braut gegn erfðavenjunni og
bendir fram á leið, en hefur ekki verið fylgt á seinni sýningum Holbergs-
leikrita, sem hingað til hafa fengið endurnýjunina á ytra borðið fremur en
óvæntir atburðir verði innra með skapgerðarmyndum Holbergs, sem alltaf eru
bráðlifandi.
A sviðinu fékk Anna Borg næsta leikár tækifæri að sýna Klöru í „Magda-
lenu“ eftir Hebbel. Hún bafði þegar 13 árum áður leikið bana í útvarpinu,
en útvarpsleikur hennar verður þó aðeins í einstökum atvikum dreginn inn í
þessa ritgerð um leiksviðslistakonuna Onnu Borg. Klara er persóna, sem er
að öllu leyti á hæfileikasviði Önnu Borg. Plún varð líka sigur fyrir bana undir
leikstjórn Bodil Ipsen, sem alltaf heppnaðist að finna bið vandhitta jafnvægi í
borgaralegum harmleikjum, svo að þeir yrðu hvorki of borgaralegir né of sorg-
legir, en persónurnar kæmu fram rétt eins og manneskjur úr hv'ersdagslífinu,
sem sæta miklum örlögum. Frá Klöru hennar minnast menn kannski bezt
taumhalds hennar á örvæntingunni, — binnar göfugu undirgefni, ekki sízt
hræðilegri göngu hennar á fund óþokkans til að hlífa föður sínum, meistara
Antoni, sem Poul Reumert lék. Vaskleikinn, sem bún sýndi hér, — án þess að
ýkja nokkum tíma í þessari vandasömu aðstöðu, — varð einn af tindunum í
fagurri og virðulegri sýningu. Flún fékk miklu minna tækifæri til skapgerðar-
leiks í Dyveke í leikriti Karls Nielsens, „Kristjáni öðrum“, sem fundvís upp-
færsla Bodil Ipsen gat jafnvel ckki baldið á sviðinu nema leikárið á enda. Á
sýningu þeirri, sem leikararnir sjálfir setja á svið til stuðnings eftirlaunasjóði
Konunglega leikhússins, fékk Anna Borg rétt eftir lok leikársins hlutverk, sem
hún lék að vísu aðeins einu sinni í það skipti, en varð ein af þeim hlýju og
góðu stúlkum, sem hún fékk of sjaldan að sækja út úr hversdagslífinu í lilut-
verkasafn sitt. Ilún var bjúkrunarkonan í litla einþáttungnum „Dauðanum“
eltir Kaj Munk úr Oxford-myndunum, og hún fann fegurstu tjáningu lyrir
mildina og þrekið, sem þessi staða krefst að jöfnu. Líklega hefur einnritt þctta
lrlutverk komið henni í sanrband við læknastéttina, og það svo náið, að bún
bóf göngu sína, þó leynt færi, sem leikstjóri í leikriti, sem skrifað var af
lækni og leikið af læknum og hjúkrunarkonum á fimmtíu ára afmæli Danska
hjúkrunarráðsins sumarið 1949.
Næstu leikár liöfðu ekki rnikið nýtt að færa henni. Nokkrar stórar persón-
ur fékk hún þó ennþá tækifæri til að skapa þann tíma, sem hernámið varð æ
þungbærara, — ekki sízt fyrir heimili Reumertshjónanna, sem stóð í nánu sam-