Andvari - 01.06.1964, Side 27
ANDVARI
ANNA BORG
25
bandi við mótspyrnuhreyfinguna. Árið 1942—43 fékk hún óskahlutverk sem
Hilde í „Sólness húsameistara" og lék á rnóti manni sínum, sem fór með aðal-
lilutverkið. í lilutverkinu vann hún sigur, sem gagnrýnendur nefna ,,hið rnikla
undur kvöldsins". Það, sem kom á óvart, var sá rólegi frískleiki, sem hún gaf
þessari frægu persónu Ibsens, en vcnjuleg túlkun hennar í leikhúsum Norður-
landa gat vel valdið nýjurn túlkanda taugaóstyrk. Hún sameinaði í leiknum
eðlilegan frískleika sinn og þann heilbrigða skilning á tilfinningasemi, er ætíð
hafði verið hluti af hæfileikum hennar og sýndi sérkennilegan ungmeyjar-
gáska, sem fór vel þessari Hilde á dönsku leiksviði. „Fjallaloftið hefur hún í
lungunum, og stundum stóð persónan í yfirnáttúrlegum ]jóma,“ skrifaði einn
gagnrýnandinn, og Brix prófessor hætti við lof sitt þeirri góðu athugasemd, að
„röddin var hlý og yndisleg, með ofurlitlum norrænum hreim, sem fór fjalla-
stúlkunni framúrskarandi vel.“ Svend Borberg lagði fram leikritið „Bátinn"
án þess höfundar væri getið, en hann kom þó fram í dagsljósið fyrir frurn-
sýningu í apríl 1943, en ástfangna stúlkan, Biritta, varð fremur bragðlítil i hlut-
verkasafni Onnu Borg af norrænum stúlkum, því að hlutverkið var í sjálfu
sér fátæklegt. Sviðið er færeyskt og hún dundaði eins og heimagangur á túninu
í þessum alþýðugamanleik. Á næstu leikárum sjáum við hana sem Geirþrúði
í „Gjöfum guðanna", vafasömu leikriti eftir Olav Bang. Það fjallar um kvæntan
mann roskinn, er slítur hjónabandinu vegna ungrar stúlku, sem er listmálari,
en listmálarinn, Geirþrúður, gaf ekki Onnu Borg rnikið efni til túlkunar. Leik-
árið 1944—45 bætti hún við sitt klassíska hlutverkasafn Valborgu í „Gjald-
þrotinu" eftir Bjömstjerne Björnson, en það leikrit snýst þó fyrst og fremst um
karlmennina, Tjælde og Berent, sem þeir léku, Poul Reumert og Holger Ga-
hrielsen. Síðustu rnánuði hernámsáranna bjuggu Reumertshjónin stöðugt við
ógnþrungnar aðstæður. Nazistarnir hóta að myrða þau í hefndarskyni, en þau
vilja ekki flýja til Svíþjóðar, þó að margir ráði þeim til þess, þar á meðal fóllc
úr neðanjarðarhreylingunni, sem sendi Mogens Wieth, Ebbe Rode og Bodil
Kjer burtu. Afleiðingin af brottsendingu hinnar sýðastnefndu var sú, að Anna
Borg varð fyrirvaralaust að lilaupa í skarðið sem Leonora i „Þjóðmálaskúm-
inum“ tveim mánuðum áður en hernáminu lauk. En einmitt á þessum þreng-
ingatímum vinnur Anna Borg að nýju, stóru, sígildu hlutverki — eftir Oehlen-
schlager. Hún skapar íslenzka konu, Guðrúnu, í merkilegum harmleik, „Kjart-
ani og Guðrúnu", þeim síðasta eftir Oehlenschláger. Skilyrðin til að skapa
þessa samsettu persónu, sem skáldið ætlaði frú Heiberg, voru crfið á þessum
róstusama tíma, en stórfengleg örlög Guðrúnar voru í fullu gildi í leik Onnu
Borg, og engin gat sem hún átt heima bæði í ljóði Oehlenschlágers og íslenzku
landslagi, þar sem hún stóð milli þeirra Ólafs pá og Kjartans. Andstreymið við