Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 27

Andvari - 01.06.1964, Side 27
ANDVARI ANNA BORG 25 bandi við mótspyrnuhreyfinguna. Árið 1942—43 fékk hún óskahlutverk sem Hilde í „Sólness húsameistara" og lék á rnóti manni sínum, sem fór með aðal- lilutverkið. í lilutverkinu vann hún sigur, sem gagnrýnendur nefna ,,hið rnikla undur kvöldsins". Það, sem kom á óvart, var sá rólegi frískleiki, sem hún gaf þessari frægu persónu Ibsens, en vcnjuleg túlkun hennar í leikhúsum Norður- landa gat vel valdið nýjurn túlkanda taugaóstyrk. Hún sameinaði í leiknum eðlilegan frískleika sinn og þann heilbrigða skilning á tilfinningasemi, er ætíð hafði verið hluti af hæfileikum hennar og sýndi sérkennilegan ungmeyjar- gáska, sem fór vel þessari Hilde á dönsku leiksviði. „Fjallaloftið hefur hún í lungunum, og stundum stóð persónan í yfirnáttúrlegum ]jóma,“ skrifaði einn gagnrýnandinn, og Brix prófessor hætti við lof sitt þeirri góðu athugasemd, að „röddin var hlý og yndisleg, með ofurlitlum norrænum hreim, sem fór fjalla- stúlkunni framúrskarandi vel.“ Svend Borberg lagði fram leikritið „Bátinn" án þess höfundar væri getið, en hann kom þó fram í dagsljósið fyrir frurn- sýningu í apríl 1943, en ástfangna stúlkan, Biritta, varð fremur bragðlítil i hlut- verkasafni Onnu Borg af norrænum stúlkum, því að hlutverkið var í sjálfu sér fátæklegt. Sviðið er færeyskt og hún dundaði eins og heimagangur á túninu í þessum alþýðugamanleik. Á næstu leikárum sjáum við hana sem Geirþrúði í „Gjöfum guðanna", vafasömu leikriti eftir Olav Bang. Það fjallar um kvæntan mann roskinn, er slítur hjónabandinu vegna ungrar stúlku, sem er listmálari, en listmálarinn, Geirþrúður, gaf ekki Onnu Borg rnikið efni til túlkunar. Leik- árið 1944—45 bætti hún við sitt klassíska hlutverkasafn Valborgu í „Gjald- þrotinu" eftir Bjömstjerne Björnson, en það leikrit snýst þó fyrst og fremst um karlmennina, Tjælde og Berent, sem þeir léku, Poul Reumert og Holger Ga- hrielsen. Síðustu rnánuði hernámsáranna bjuggu Reumertshjónin stöðugt við ógnþrungnar aðstæður. Nazistarnir hóta að myrða þau í hefndarskyni, en þau vilja ekki flýja til Svíþjóðar, þó að margir ráði þeim til þess, þar á meðal fóllc úr neðanjarðarhreylingunni, sem sendi Mogens Wieth, Ebbe Rode og Bodil Kjer burtu. Afleiðingin af brottsendingu hinnar sýðastnefndu var sú, að Anna Borg varð fyrirvaralaust að lilaupa í skarðið sem Leonora i „Þjóðmálaskúm- inum“ tveim mánuðum áður en hernáminu lauk. En einmitt á þessum þreng- ingatímum vinnur Anna Borg að nýju, stóru, sígildu hlutverki — eftir Oehlen- schlager. Hún skapar íslenzka konu, Guðrúnu, í merkilegum harmleik, „Kjart- ani og Guðrúnu", þeim síðasta eftir Oehlenschláger. Skilyrðin til að skapa þessa samsettu persónu, sem skáldið ætlaði frú Heiberg, voru crfið á þessum róstusama tíma, en stórfengleg örlög Guðrúnar voru í fullu gildi í leik Onnu Borg, og engin gat sem hún átt heima bæði í ljóði Oehlenschlágers og íslenzku landslagi, þar sem hún stóð milli þeirra Ólafs pá og Kjartans. Andstreymið við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.