Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 36

Andvari - 01.06.1964, Page 36
34 BIRGIR TIIORLACIUS ANDVARI danska ríkisskjaldarmerkið í stjórnartíð Kristjáns IV., þar sem jiað síðan var (með nokkurri tilfærslu 1819) unz fálkamerk- ið var upp tekið. Með konungsúrskurði frá 3. október 1903 var ákveðið, að skjaldarmerki Islands skyldi vera „hvítur íslenzkur fálki á blá- um grunni", sbr. auglýsingu nr. 27/1903, um breytingu á skjaldarmerki Islands, og auglýsingu nr. 62, 19. desembcr 1903, um samþykkt á uppdrætti af hinu nýja skjald- armerki. Hinn 12. marz 1904 var svo gef- inn út konungsúrskurður um breyting á innsigli íslands, sbr. auglýsingu nr. 9/1904, og mælt fyrir um, að i stað „fisksins, sem í því er, komi fálki“. Fálka- merkið var um hríð yfir dyrum alþingis- hússins og enn er það yfir dyrum safna- Iiússins við Hverfisgötu og á ýmsum borð- búnaði og húsbúnaði í ráðherrabústaðn- um, Tjarnargötu 32 í Reykjavík. í skrif- stofu forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu var þangað til á þessu ári stóll við funda- borð ríkisstjórnarinnar með útskornum fálka undir hvorum stólarmi og á stólbaki. Mun stóll þessi vera frá dögum Hannesar Hafstein. Stóllinn er nú geymdur í Þjóð- minjasafni. Fálkinn var skjaldarmerki Islands þang- að til 1919, er gefinn var út svofelldur konungsúrskurður 12. febr. (nr. 2/1919): „Skjaldarmerki Islands skal vera krýnd- ur skjöldur og á hann markaður fáni íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gamm- ur, uxi og risi.“ Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, gerði teikningu af skjaldarmerkinu samkvæmt tillögu Matthíasar Þórðarsonar, þjóð- minjavarðar. Segir svo um þetta í skýrslu Þjóðminjasafnsins árið 1920, skráðri af Matthíasi: „Skjaldarmerki Islands, hið 1) Dr. Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóð- minjasafni. nýja, prentað sem fylgiblað við Stjórn- artíðindi fyrir Island, 1919 A. 2. Blað- stærð 25,5X18 cm. Prentað í Kaup- mannahöfn eftir uppdrætti, sem Rík- arður Jónsson gjörði fyrir Jón Magn- ússon, forsætisráðherra, eftir tillögu gef- anda (þ. e. Matthíasar Þórðarsonar). Kom- ið hafði fram tillaga um að hafa skjaldar- merkið fjórskiptan skjöld, eða með 4 reit- um, og sína landvættina í hverjum. Sú tillaga var studd af nokkrum stjórnmála- mönnum og því tók gef. það tillit til hennar og landvættanna, að hafa þá (sic) fyrir skjaldbera, þegar skjaldbcrar yrðu sýndir með merkinu, sem hann lagði til að hafa með sömu gcrð og þjóðfánann, ef skjaldarmerkið með fálkanum yrði af- numið aftur og ekki aðeins breytt í því fálkamyndinni, eins og hann hafði farið fram á í Árbók Fornleifafélagsins 1915, 23, og ef ekki yrði tekið upp aftur í stað fálkamerkisins hið forna þorskmerki, sem hann lagði til að fremur yrði tekið upp en þjóðfánamerkið eða nokkurt annað skjaldarmerki, ef fálkamerkið yrði afnum- ið. Flafði hann fengið fjölda marga máls- metandi menn í Reykjavík til þess að senda stjórnarráðinu áskorun um þetta, en það ckki sinnt því. Eftirá viðurkenndi þó Jón Magnússon, ráðherra, fyrir gef., að hann þá væri orðinn þeirrar skoðunar, að réttast hcfði verið að halda fálkamerkinu með breyttri mynd. — Ríkarður Jónsson hafði mjög nauman tíma til að gera frum- mynd sína og lagði gef. til, að hún yrði ekki prentuð þannig; einkum var hann mótfallinn lögun skjaldarins að neðan, fyrirkomulaginu á skildi og skjaldberum, þessari gerð á griðungnum og bergrisan- um. En prentuninni var hraðað og látið sitja við fyrirmyndina svo sem hún var.“ (Þjms. 8112). Litmynd sú, sem M. Þ. nefnir hér að framan — fjórskiptur skjöldur með sína landvætti í hverjum reit — er geymd í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.