Andvari - 01.06.1964, Síða 38
36
BIRGIR THORLACIUS
ANDVARJ
ekki frá landvættahugmyndinni að því er
skjaldbera varðaði, og voru allir nefndar-
menn sammála um það. Atti nefndin
fund með forsætisráðherra um málið, og
féllst hann á þetta sjónarmið. Gerði
Tryggvi Magnússon, listmálari, litmynd
af skjaldarmerkinu cins og það er nú.
Frummynd merkisins er varðveitt í Þjóð-
minjasafninu, nr. 15026.
1 grein í Stúdentablaðinu 17. júní 1957,
hls. 5, er að því fundið, að landvættirnar
séu karlkenndar í forsetaúrskurðinum frá
17. júní 1944 og tilfært, að úrskurðurinn
sé þannig: „Skjaldberar eru hinir fjórir
landvættir" o. s. frv. Þetta er ekki rétt til-
vitnun, því að í frumskjali því, sem und-
irritað var á Þingvöllum segir: „Skjald-
berar eru hinar f jórar landvættir" o. s. frv.
og þannig er úrskurðurinn birtur í Stjórn-
artíðindum.
II.
Þegar Jörundur ríkti hér nokkra sumar-
daga árið 1809, birti hann auglýsingu á
strætum Reykjavíkur 26. júní, þar sem
hann skipar svo fyrir, að Island skuli hafa
sérstakan fána. I annarri auglýsingu Jör-
undar, 11. júlí, segir, að íslenzki fáninn
skuli vera blár með þremur þorskfiskum í
efsta horni. Merki íslands var þá og hafði
lengi verið þorskur með gullinni kórónu
yfir á rauðum skildi. Sennilega er erfitt
að fá örugga vitneskju um það nú, hvers-
vegna Jörundur valdi fánanum bláan lit.
Segir hann síðar, sér til varnar, að fán-
inn, sem hann lét draga á stöng, hafi ver-
ið hið forna flagg landsins, svo sem sjá
megi af innsigli þess.1) Á hann þar sjálf-
sagt einungis við þorskmerkið í fánanum,
en ekki litinn. Hugsanlegt er, að honum
hafi verið kunnugt um, að Skúli Magnús-
son, fógeti, fékk Eggert Ólafsson til þess
1) Dr. Hclgi P. Briem: Sjálfstæði íslands 1809,
bls. 239, 445.
að teikna fána fyrir lnnréttingarnar og
duggur þeirra tvær, „Friðriksósk" og
„Friðriksgæfu" á árunum 1752—1764.
Var þetta flagg með flöttum þorski í,
ásamt stöfunum PII (Privilegerede Is-
landske lnteressenter).1) Þetta var þó vit-
anlega ekkert landsflagg. En þegar Jör-
undur valdi þjóðfána sínum lit hefur þess
e. t. v. þegar gætt, að blátt hafi verið álit-
ið einskonar þjóðarlitur hér á landi. Sig-
urður Guðmundsson, málari, segir árið
1857 í grein um kvenbúninga á íslandi,
að þjóðlitur Islendinga í fornöld hafi ver-
ið sá sami og urn hans daga: dökkblár
eða hrafnblár.2) Grunnliturinn í skjald-
armerkjum íslenzkra höfðingja á 15. öld
mun í flestum tilfellum hafa verið blár.
Loftur ríki Guttormsson og niðjar hans
höfðu að merki hvítan fálka á bláurn
grunni. Merki Torfa Arasonar, hirðstjóra
á Stóru-Ökrum, var hvítabjörn á bláum
skildi, og Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri
hafði björn í sínu merki, einnig á bláum
grunni, Haukur Erlendsson lögmaður (d.
3. júní 1334), hafði hauk með þanda
vængi í innsigli sínu. I innsigli Hrafns
Sveinbjarnarsonar var hrafn, og mun það
elzta innsigli á íslandi, sem sögur fara af.
Af fornum innsiglum verður hinsvegar
ekkert ráðið um liti, því að þau sýna þá
vitanlega ekki, og hinn gullkrýndi þorsk-
ur í sjálfu innsigli landsins frá 1593 mun
ekki sýndur neins staðar á rauðum skildi
fyrr en eftir að Iiann hafði verið tekinn
upp í ríkisskjaldarmerkið danska, en að-
allitir þcss eru rautt, gult og blátt. I safni
Árna Magnússonar i Kaupmannahöfn er
óprentað rit í þremur bindum, er Árni
hefur tekið saman um íslenzk innsigli og
teikningar af þeim, líklega gerðar af síra
1) Jón Jónsson: Skúli Magnússon, landfóged,
Hv. 1911, bls. 116, og Handritasafn Jóns
Sigurðssonar, nr. 1, 4° bls. 254.
2) Ný félagsrit, XVII, 28.