Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Síða 38

Andvari - 01.06.1964, Síða 38
36 BIRGIR THORLACIUS ANDVARJ ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði, og voru allir nefndar- menn sammála um það. Atti nefndin fund með forsætisráðherra um málið, og féllst hann á þetta sjónarmið. Gerði Tryggvi Magnússon, listmálari, litmynd af skjaldarmerkinu cins og það er nú. Frummynd merkisins er varðveitt í Þjóð- minjasafninu, nr. 15026. 1 grein í Stúdentablaðinu 17. júní 1957, hls. 5, er að því fundið, að landvættirnar séu karlkenndar í forsetaúrskurðinum frá 17. júní 1944 og tilfært, að úrskurðurinn sé þannig: „Skjaldberar eru hinir fjórir landvættir" o. s. frv. Þetta er ekki rétt til- vitnun, því að í frumskjali því, sem und- irritað var á Þingvöllum segir: „Skjald- berar eru hinar f jórar landvættir" o. s. frv. og þannig er úrskurðurinn birtur í Stjórn- artíðindum. II. Þegar Jörundur ríkti hér nokkra sumar- daga árið 1809, birti hann auglýsingu á strætum Reykjavíkur 26. júní, þar sem hann skipar svo fyrir, að Island skuli hafa sérstakan fána. I annarri auglýsingu Jör- undar, 11. júlí, segir, að íslenzki fáninn skuli vera blár með þremur þorskfiskum í efsta horni. Merki íslands var þá og hafði lengi verið þorskur með gullinni kórónu yfir á rauðum skildi. Sennilega er erfitt að fá örugga vitneskju um það nú, hvers- vegna Jörundur valdi fánanum bláan lit. Segir hann síðar, sér til varnar, að fán- inn, sem hann lét draga á stöng, hafi ver- ið hið forna flagg landsins, svo sem sjá megi af innsigli þess.1) Á hann þar sjálf- sagt einungis við þorskmerkið í fánanum, en ekki litinn. Hugsanlegt er, að honum hafi verið kunnugt um, að Skúli Magnús- son, fógeti, fékk Eggert Ólafsson til þess 1) Dr. Hclgi P. Briem: Sjálfstæði íslands 1809, bls. 239, 445. að teikna fána fyrir lnnréttingarnar og duggur þeirra tvær, „Friðriksósk" og „Friðriksgæfu" á árunum 1752—1764. Var þetta flagg með flöttum þorski í, ásamt stöfunum PII (Privilegerede Is- landske lnteressenter).1) Þetta var þó vit- anlega ekkert landsflagg. En þegar Jör- undur valdi þjóðfána sínum lit hefur þess e. t. v. þegar gætt, að blátt hafi verið álit- ið einskonar þjóðarlitur hér á landi. Sig- urður Guðmundsson, málari, segir árið 1857 í grein um kvenbúninga á íslandi, að þjóðlitur Islendinga í fornöld hafi ver- ið sá sami og urn hans daga: dökkblár eða hrafnblár.2) Grunnliturinn í skjald- armerkjum íslenzkra höfðingja á 15. öld mun í flestum tilfellum hafa verið blár. Loftur ríki Guttormsson og niðjar hans höfðu að merki hvítan fálka á bláurn grunni. Merki Torfa Arasonar, hirðstjóra á Stóru-Ökrum, var hvítabjörn á bláum skildi, og Björn ríki Þorleifsson hirðstjóri hafði björn í sínu merki, einnig á bláum grunni, Haukur Erlendsson lögmaður (d. 3. júní 1334), hafði hauk með þanda vængi í innsigli sínu. I innsigli Hrafns Sveinbjarnarsonar var hrafn, og mun það elzta innsigli á íslandi, sem sögur fara af. Af fornum innsiglum verður hinsvegar ekkert ráðið um liti, því að þau sýna þá vitanlega ekki, og hinn gullkrýndi þorsk- ur í sjálfu innsigli landsins frá 1593 mun ekki sýndur neins staðar á rauðum skildi fyrr en eftir að Iiann hafði verið tekinn upp í ríkisskjaldarmerkið danska, en að- allitir þcss eru rautt, gult og blátt. I safni Árna Magnússonar i Kaupmannahöfn er óprentað rit í þremur bindum, er Árni hefur tekið saman um íslenzk innsigli og teikningar af þeim, líklega gerðar af síra 1) Jón Jónsson: Skúli Magnússon, landfóged, Hv. 1911, bls. 116, og Handritasafn Jóns Sigurðssonar, nr. 1, 4° bls. 254. 2) Ný félagsrit, XVII, 28.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.