Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 42

Andvari - 01.06.1964, Page 42
40 BIRGIR TI-IORLACIUS ANDVARI Matthías Þórðarson liélt fram þeim fána, sem áður er nefndur, — livítum krossi í hláum feldi með rauðum krossi í miðju. A fundinum var fánagerð meirihluta nefndarinnar samþykkt með öllurn þorra atkvæða og nefndinni falið að annast frekari framkvæmdir í málinu.1) Hlaut hláhvíti fáninn miklar vinsældii meðal landsmanna, er birtust m. a. í ályktun Þingvallafundarins 1907 og fjölda fundarsamþykkta víða um land. Beittu stúdentar og ungmennafélög sér mjög fyrir því, að þessi fáni yrði upp tekinn. Tvö stórskáld ortu um hann kvæði, -— Stephan G. Stephansson og Einar Bene- diktsson.2) Kvæði Einars, ,,Til fánans", lýkur þannig: „Meðan sumarsólir bræða svellin vetra um engi og tún skal vor ást til íslands glæða afl vort undir krossins rún, djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún.“ Edvard Brandes skrifaði aftur á móti háðgrein í „Politiken" um fánamál Is- lendinga og líkti því við, að Amager vildi fá sérstakan fána. Orti hann og birti fánasöng Amagerbúa, sem hann lagði til að hefðu gulrót í sínum fána.3) í 3. gr. „uppkastsins" 1908 (Uppkast að lögum um ríkisréttarsamband Dan- merkur og lslands), var ákvæði um, að Island og Danmörk hefðu sameiginlegan kaupfána út á við — og þá vitanlega hinn danska — en um það munu íslendingar hafa átt að vera sjálfráðir, hvort þeir hefðu 1) ísl. fáninn. Skýrsla frá nefnd þeirri, sem skipuð var af ráðherra Islands þ. 30. des. 1913 til að koma fram með tillögur til stjórn- arinnar um gerð íslenzka fánans. Rvík 1914. 2 Hafblik, 1906, hls. 183. Andvökur, 1939, hls. 21. 3) Frásagnir uni Einar Benediktsson, Rvík 1942, hls. 65. sérstakan fána heima fyrir. „Uppkastið" var fellt, eins og alkunna er. A Alþingi 1911 fluttu þeir Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Jón Þorkelsson, Skúli Thoroddsen og Jón Jónsson á Hvanná frumvarp til laga um íslenzkan fána.1) Skyldi hann vera hvítur kross í bláum feldi. Frumvarpið var sam- þykkt í neðri deild, en dagaði uppi í efri deild, og var hljótt um málið um stund. En 12. júlí 1913 gerðist atvik á Reykja- víkurhöfn, sem kom hreyfingu á fána- málið. Einar Pétursson, síðar stórkaup- maður, reri um höfnina í logni og sól- skini á litlum kappróðrarbáti og hafði uppi hláhvítan smáfána. Danska varð- skipið „Islands Falk“ lá á höfninni, og vissi Einar ekki fyrr til en bátur kemur frá varðskipinu, og er Einar færður fyrir skipherra þess, R. Rothe. Hann gerði hinn bláhvíta fána Einars upptækan sem ólöglegan og sendi lögreglustjóra.2) Gramdist mönnum þetta tiltæki, og boð- uðu þingmenn Reykjavíkur til almenns útifundar að kvöldi sama dags. Voru þar samþykkt mótmæli gegn fánatökunni og ályktað, að framvegis sé sjálfsagt að draga einungis íslenzka fánann á stöng. Viku seinna samþykkti þingmálafundur í Reykjavík áskorun til þingmanna bæjar- ins um að stuðla að því, að íslenzkur fáni yrði löggiltur þegar á næsta þingi. Einar Arnórsson ritaði síðar um fánatökuna í Andvara og taldi að skipherra varðskips- ins hefði ekki haft lög að mæla í máli þessu.3) Þessi fáni Einars Péturssonar er nú í Þjóðminjasafninu (nr. 8593). 1 framhaldi af þessum athurði háru þingmenn Reykjavíkur, þeir Lárus II. 1) Alþtíð. 1911, A, hls. 372. 2) Agnar Kl. Jónsson: Fánatakan á Reykja- víkurhöfn sumarið 1913. Saga II, 3, hls. 230. 3) Einar Arnórsson: Fánamálið. Andvari 1913, hls. 111.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.