Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 49

Andvari - 01.06.1964, Page 49
ANDVARI FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI 47 V. Hinum nýja fána var í fyrstu tekið fremur tómlega, þar eð hugir manna voru svo mjög bundnir við bláhvíta fánann, og þeirrar skoðunar gætti, að rauði litur- inn í þrílita fánanum væri einskonar sambandsmerki við Danmörku eða Dön- um til geðs. Höfundur endanlegu fána- gerðarinnar, dr. Matthías Þórðarson, þjóð- minjavörður, hefur látið svo um mælt, að rauði liturinn hafi eingöngu verið smekksatriði.1) Þá var og þessi fáni ein- ungis sérfáni, cn ekki hið þráða fullveldis- tákn. Það leið því ekki á löngu, að fánamálið bæri aftur á góma. Bændaflokkurinn hafði á stefnuskrá sinni 1915 að fá sem fyrst viðurkenndan íslenzkan siglingafána. Stjórnarskipti urðu 1917. Einar Arnórsson fékk lausn, en Jón Magnússon myndaði ráðuneyti með Birni Kristjánssyni og Sig- urði Jónssyni, en síðar á árinu kom Sig- urður Eggerz í stað Björns. Að ósk Sjálf- stæðisfélagsins í Reykjavík þreifaði for- sætisráðherra fyrir sér vorið 1917 hjá dönsku stjórninni um möguleika á því að fá siglingafána, en C. Th. Zahle, sem þá var forsætisráðherra, kvaðst ekki hafa bú- izt við, að því máli yrði hreyft svo fljótt eftir afgreiðslu sérfánamálsins 1915 og minnti á ummæli sin í ríkisráði 22. nóv- ember 1913, um að breytingar á hinum almenna danska siglingafána yrði að bera undir Ríkisþingið. Gæti hann ekki sætt sig við, að Islendingar tækju slíkt mál upp eitt sér. En ef fara ætti að breyta sambandinu milli íslands og Danmerkur, væri réttara að taka sambandsmálið upp í heild.2) Óráðlegt var og talið af sumra hálfu í Danmörku að taka málið, ekki sízt siglingafánamálið, upp meðan á heims- styrjöldinni stæði. Þegar Alþingi kom saman í byrjun júlí 1917 skýrði forsætisráðherra alþingis- mönnum frá þessum viðræðum. Tíu þing- menn báru fram á öndverðu þingi tillögu um kosning sjö manna nefndar til þess að íhuga og koma fram með tillögur um, hverjar ráðstafanir gera skuli til að ná sem fyrst öllum vorum málurn í vorar hendur og fá viðurkenning fullveldis vors.1) Var tillagan samþykkt í einu hljóði og nefndin kjörin. Nefndin bar síðar fram svofellda tillögu: „Alþingi ályktar að skora á stjórnina að sjá um, að íslandi verði þegar ákveðinn fullkominn sigl- ingafáni með konungsúrskurði og ályktar að veita heimild til þess, að svo sé farið með málið.“2) Bjarni frá Vogi mælti fyrir tillögunni og taldi höfuðnauðsyn, að Islendingar eignuðust eigin siglingafána, þar sem enginn vissi, hvenær þeim kynni að verða meinað að sigla undir danska fánanum, og kynnu flutningar til landsins að stöðv- ast. Forsætisráðherra lýsti yfir því, að stjórnin myndi leggja fram alla sína krafta til að fá málinu framgengt. Var tillagan síðan samþykkt einróma í neðri deild. í efri deild kom fram frumvarp um fána, flutt af Magnúsi Torfasyni og Karli Ein- arssyni,3) en niðurstaðan varð sú, að fána- tillagan frá neðri deild var einnig borin fram í efri dcild og afgreidd þar einróma og í fullu samráði við flutningsmenn fánafrumvarpsins,4) en í fyrstu var lítil- lega deilt um, hvort réttara væri að sam- þykkja frumvarp um fána eða þings- ályktun um útvegun konungsúrskurðar um fullkominn siglingafána. En að lok- ---------— 1) Alþtíð. 1917, A, bls. 197. B A. Kl. ].: Fanatakan á Reykjavíkurhöfn, 2) Alþtíð. 1917, A, hls. 473. Saga, II, 233. 3) Alþtíð. 1917, A, hls. 531. 2) Alþtíð. 1918, C, bls. 1078. 4) Alþtíð. 1917, B, bls. 2106.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.