Andvari - 01.06.1964, Page 49
ANDVARI
FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI
47
V.
Hinum nýja fána var í fyrstu tekið
fremur tómlega, þar eð hugir manna voru
svo mjög bundnir við bláhvíta fánann,
og þeirrar skoðunar gætti, að rauði litur-
inn í þrílita fánanum væri einskonar
sambandsmerki við Danmörku eða Dön-
um til geðs. Höfundur endanlegu fána-
gerðarinnar, dr. Matthías Þórðarson, þjóð-
minjavörður, hefur látið svo um mælt,
að rauði liturinn hafi eingöngu verið
smekksatriði.1) Þá var og þessi fáni ein-
ungis sérfáni, cn ekki hið þráða fullveldis-
tákn.
Það leið því ekki á löngu, að fánamálið
bæri aftur á góma. Bændaflokkurinn hafði
á stefnuskrá sinni 1915 að fá sem fyrst
viðurkenndan íslenzkan siglingafána.
Stjórnarskipti urðu 1917. Einar Arnórsson
fékk lausn, en Jón Magnússon myndaði
ráðuneyti með Birni Kristjánssyni og Sig-
urði Jónssyni, en síðar á árinu kom Sig-
urður Eggerz í stað Björns. Að ósk Sjálf-
stæðisfélagsins í Reykjavík þreifaði for-
sætisráðherra fyrir sér vorið 1917 hjá
dönsku stjórninni um möguleika á því að
fá siglingafána, en C. Th. Zahle, sem þá
var forsætisráðherra, kvaðst ekki hafa bú-
izt við, að því máli yrði hreyft svo fljótt
eftir afgreiðslu sérfánamálsins 1915 og
minnti á ummæli sin í ríkisráði 22. nóv-
ember 1913, um að breytingar á hinum
almenna danska siglingafána yrði að bera
undir Ríkisþingið. Gæti hann ekki sætt
sig við, að Islendingar tækju slíkt mál
upp eitt sér. En ef fara ætti að breyta
sambandinu milli íslands og Danmerkur,
væri réttara að taka sambandsmálið upp í
heild.2) Óráðlegt var og talið af sumra
hálfu í Danmörku að taka málið, ekki sízt
siglingafánamálið, upp meðan á heims-
styrjöldinni stæði.
Þegar Alþingi kom saman í byrjun júlí
1917 skýrði forsætisráðherra alþingis-
mönnum frá þessum viðræðum. Tíu þing-
menn báru fram á öndverðu þingi tillögu
um kosning sjö manna nefndar til þess að
íhuga og koma fram með tillögur um,
hverjar ráðstafanir gera skuli til að ná
sem fyrst öllum vorum málurn í vorar
hendur og fá viðurkenning fullveldis
vors.1) Var tillagan samþykkt í einu hljóði
og nefndin kjörin. Nefndin bar síðar fram
svofellda tillögu: „Alþingi ályktar að
skora á stjórnina að sjá um, að íslandi
verði þegar ákveðinn fullkominn sigl-
ingafáni með konungsúrskurði og ályktar
að veita heimild til þess, að svo sé farið
með málið.“2)
Bjarni frá Vogi mælti fyrir tillögunni
og taldi höfuðnauðsyn, að Islendingar
eignuðust eigin siglingafána, þar sem
enginn vissi, hvenær þeim kynni að verða
meinað að sigla undir danska fánanum,
og kynnu flutningar til landsins að stöðv-
ast. Forsætisráðherra lýsti yfir því, að
stjórnin myndi leggja fram alla sína krafta
til að fá málinu framgengt. Var tillagan
síðan samþykkt einróma í neðri deild. í
efri deild kom fram frumvarp um fána,
flutt af Magnúsi Torfasyni og Karli Ein-
arssyni,3) en niðurstaðan varð sú, að fána-
tillagan frá neðri deild var einnig borin
fram í efri dcild og afgreidd þar einróma
og í fullu samráði við flutningsmenn
fánafrumvarpsins,4) en í fyrstu var lítil-
lega deilt um, hvort réttara væri að sam-
þykkja frumvarp um fána eða þings-
ályktun um útvegun konungsúrskurðar
um fullkominn siglingafána. En að lok-
---------— 1) Alþtíð. 1917, A, bls. 197.
B A. Kl. ].: Fanatakan á Reykjavíkurhöfn, 2) Alþtíð. 1917, A, hls. 473.
Saga, II, 233. 3) Alþtíð. 1917, A, hls. 531.
2) Alþtíð. 1918, C, bls. 1078. 4) Alþtíð. 1917, B, bls. 2106.