Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 53

Andvari - 01.06.1964, Page 53
ANDVARI FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI 51 saman eftir þinghlé, frumvarp til laga um þjóðfána. Var það samhljóða frum- varpi því, sem lá fyrir Alþingi 1942, og inn í höfðu verið felldar breytingar alls- herjarnefndar. Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu í þinginu, en engar vörðuðu sjálfa fánagerðina. Við meðferð málsins í neðri deild kom fram rödd um að taka bæri upp bláhvíta fánann, en þingmaðurinn, Jörundur Brynjólfsson, kvaðst þó ekki mundu gera um þetta breytingartillögu við frumvarpið, en sagð- ist geta búizt við, að það mál yrði vakið upp síðar. Var frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi 15. júní 1944 og hafði málið þá að því sinni einungis verið fjóra daga til meðferðar í þinginu.1) Lýðveldisstofnunin fór í hönd. Lögin um þjóðfána íslendinga voru fyrstu lögin, sem hinn nýkjörni forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, staðfesti. Fór staðfest- ing laganna fram á ríkisráðsfundi, sem haldinn var 17. júní 1944 í svonefndu konungshúsi eða ráðherrabústað á Þing- völlum, og þar næst á sama fundi var gefinn út forsetaúrskurður um skjaldar- merki íslands.2) Eru lögin meðundirrituð af þáverandi forsætisráðherra, dr. juris Birni Þórðarsyni, og einnig forsetaúr- skurðurinn.3 4) I fánalögunum eru fyrirmæli um, að út skuli gefinn forsetaúrskurður um fánadaga o. fl. Var úrskurður þessi gefinn út 17. ágúst 1944. Eru þar fyrirmæli um, að opinberar stofnanir skuli draga upp fána eftirgreinda daga: fæðingardag for- seta íslands, nýársdag, föstudaginn langa, páskadag, sumardaginn fyrsta, 1. maí, hvítasunnudag, 17. júní, 1. desember og jóladag.1) Þá er og í lögunum heimild 1) Alþtíð. 1944, A, bls. 306, 310, 314, 317, 318, D, bls. 267. 2) Gjörðabók ríkisráðs 1944, bls. 1. 3) Stjtíð. 1944, A, bls. 52, 54. 4) Stjtíð. 1944, A, bls. 60. til að setja í reglugerð sérstök ákvæði til skýringar á ákvæðum laganna, ef þörf þykir, en slík reglugerð hefur eigi verið gefin út. Með fánalögunum voru felldir úr gildi úrskurðir þeir, sem áður giltu um fánann. En um fána forseta var ekkert ákveðið í lögunum og var gefinn út forsetaúrskurð- ur um hann 8. júlí 1944 og einnig um merki forseta. Skal merkið vera skjöldur, að lögun og lit sem skjöldur ríkisskjaldar- merkisins, en þar sem armar krossins mætast, er hvítur, ferhyrndur reitur og í honum skjaldarmerki Islands og skjald- berar. Fáni forseta er hinn íslenzki tjúgu- fáni, en í honum, þar sem armar krossins mætast, skjaldarmerki Islands og skjald- berar í hvítum, ferhyrndum reit.1) VII. Frá því er baráttan fyrir íslenzkum fána hófst var hún samofin baráttunni fyrir endurheimt frelsis og fullveldis. Sá frelsisgustur, sem fylgdi bláhvíta fánan- um, átti án efa meiri þátt í því, að kon- ungur synjaði Islendingum um þann fána, en hitt, hve líkur hann var fána Grikkjakonungs, a. m. k. höfðu Grikkir sjálfir ekkert við þá fánagerð að athuga. I tveimur heimsstyrjöldum reyndu íslend- ingar, að þeir urðu fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig. Atburðarásin við lok fyrri heimsstyrjaldar var okkur hliðholl. Þegar dró að styrjaldarlokum 1918 og ljóst var, að Bandamenn myndu sigra, var líklegt, að þeir myndu veita undirokuð- um þjóðum frelsi og þjóðabrotum sjálfs- ákvörðunarrétt um það, til hverra ná- grannaríkjanna þau vildu teljast. Dönum var mikið í mun að fá aftur nyrztu hér- uðin á Suður-Jótlandi, þar sem Danir voru í miklum meirihluta, en byggðir þessar höfðu Þjóðverjar skilið frá Dan- 1) Stjtíð. 1944, A, bls, 56, 57,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.