Andvari - 01.06.1964, Page 53
ANDVARI
FÁNI ÍSLANDS OG SKJALDARMERKI
51
saman eftir þinghlé, frumvarp til laga
um þjóðfána. Var það samhljóða frum-
varpi því, sem lá fyrir Alþingi 1942, og
inn í höfðu verið felldar breytingar alls-
herjarnefndar. Nokkrar breytingar voru
gerðar á frumvarpinu í þinginu, en engar
vörðuðu sjálfa fánagerðina. Við meðferð
málsins í neðri deild kom fram rödd um
að taka bæri upp bláhvíta fánann, en
þingmaðurinn, Jörundur Brynjólfsson,
kvaðst þó ekki mundu gera um þetta
breytingartillögu við frumvarpið, en sagð-
ist geta búizt við, að það mál yrði vakið
upp síðar. Var frumvarpið afgreitt sem
lög frá Alþingi 15. júní 1944 og hafði
málið þá að því sinni einungis verið fjóra
daga til meðferðar í þinginu.1)
Lýðveldisstofnunin fór í hönd. Lögin
um þjóðfána íslendinga voru fyrstu lögin,
sem hinn nýkjörni forseti íslands, herra
Sveinn Björnsson, staðfesti. Fór staðfest-
ing laganna fram á ríkisráðsfundi, sem
haldinn var 17. júní 1944 í svonefndu
konungshúsi eða ráðherrabústað á Þing-
völlum, og þar næst á sama fundi var
gefinn út forsetaúrskurður um skjaldar-
merki íslands.2) Eru lögin meðundirrituð
af þáverandi forsætisráðherra, dr. juris
Birni Þórðarsyni, og einnig forsetaúr-
skurðurinn.3 4)
I fánalögunum eru fyrirmæli um, að
út skuli gefinn forsetaúrskurður um
fánadaga o. fl. Var úrskurður þessi gefinn
út 17. ágúst 1944. Eru þar fyrirmæli um,
að opinberar stofnanir skuli draga upp
fána eftirgreinda daga: fæðingardag for-
seta íslands, nýársdag, föstudaginn langa,
páskadag, sumardaginn fyrsta, 1. maí,
hvítasunnudag, 17. júní, 1. desember og
jóladag.1) Þá er og í lögunum heimild
1) Alþtíð. 1944, A, bls. 306, 310, 314, 317,
318, D, bls. 267.
2) Gjörðabók ríkisráðs 1944, bls. 1.
3) Stjtíð. 1944, A, bls. 52, 54.
4) Stjtíð. 1944, A, bls. 60.
til að setja í reglugerð sérstök ákvæði til
skýringar á ákvæðum laganna, ef þörf
þykir, en slík reglugerð hefur eigi verið
gefin út.
Með fánalögunum voru felldir úr gildi
úrskurðir þeir, sem áður giltu um fánann.
En um fána forseta var ekkert ákveðið í
lögunum og var gefinn út forsetaúrskurð-
ur um hann 8. júlí 1944 og einnig um
merki forseta. Skal merkið vera skjöldur,
að lögun og lit sem skjöldur ríkisskjaldar-
merkisins, en þar sem armar krossins
mætast, er hvítur, ferhyrndur reitur og í
honum skjaldarmerki Islands og skjald-
berar. Fáni forseta er hinn íslenzki tjúgu-
fáni, en í honum, þar sem armar krossins
mætast, skjaldarmerki Islands og skjald-
berar í hvítum, ferhyrndum reit.1)
VII.
Frá því er baráttan fyrir íslenzkum
fána hófst var hún samofin baráttunni
fyrir endurheimt frelsis og fullveldis. Sá
frelsisgustur, sem fylgdi bláhvíta fánan-
um, átti án efa meiri þátt í því, að kon-
ungur synjaði Islendingum um þann
fána, en hitt, hve líkur hann var fána
Grikkjakonungs, a. m. k. höfðu Grikkir
sjálfir ekkert við þá fánagerð að athuga.
I tveimur heimsstyrjöldum reyndu íslend-
ingar, að þeir urðu fyrst og fremst að
treysta á sjálfa sig. Atburðarásin við lok
fyrri heimsstyrjaldar var okkur hliðholl.
Þegar dró að styrjaldarlokum 1918 og
ljóst var, að Bandamenn myndu sigra, var
líklegt, að þeir myndu veita undirokuð-
um þjóðum frelsi og þjóðabrotum sjálfs-
ákvörðunarrétt um það, til hverra ná-
grannaríkjanna þau vildu teljast. Dönum
var mikið í mun að fá aftur nyrztu hér-
uðin á Suður-Jótlandi, þar sem Danir
voru í miklum meirihluta, en byggðir
þessar höfðu Þjóðverjar skilið frá Dan-
1) Stjtíð. 1944, A, bls, 56, 57,