Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 54
52
CTRGIR TIIORLACIUS
ANDVARI
mörku og lagt undir þýzka ríkið 1864.
Var því mest samræmi í því, að Danir
sýndu frjálslyndi gagnvart þeim þjóðum,
sem áttu frelsi sitt að sækja þeim í hend-
ur, ef þeir ætluðust sjálfir til að fá sinn
hlut réttan að því er Suður-Jótland varð-
aði. Allir stjórnmálaflokkar í Danmörku,
að undanteknum Ihaldsflokknum, voru
því um þetta leyti hlynntir frjálslyndari
stefnu gagnvart Islendingum en áður, til
þess að hafa betri vígstöðu í sínum mál-
um hjá Bandamönnum.
Síðari heimsstyrjöldin hjó svo á öll þau
bönd, sem tengdu okkur Dönum stjórnar-
farslega.
Það er af hinum fornu merkjum að
segja, að mynd af fálkanum er einkcnni
fálkaorðunnar og Sjálfstæðisflokkurinn
notar fálka sem flokksmerki. Bláhvíti fán-
inn er skólamerki Menntaskólans að
Laugarvatni. Á stofndegi sínurn, 13. apríl
1953, fékk skólinn að gjöf bláhvita silki-
fánann, sem kista Einars Benediktssonar
var sveipuð við minningarathöfn um hann
í dómkirkjunni í Reykjavík 26. jan. 1940
og er fáninn varðveittur í skólanum. Þá
hefur Ungmennafélag íslands helgað sér
bláhvíta fánann og notar sem sitt merki.
En gullkrýndi silfurþorskurinn er í skjald-
armerki Grikkjakonungs, liominn þang-
að með Vilhjálmi prinsi, næstelzta syni
Kristjáns IX. Danakonungs. Grikkir tóku
Vilhjálm prins til konungs árið 1863, þá
17 ára gamlan, en faðir hans var þá ríkis-
erfingi Dana. Vilhjálmur tók sér nafnið
Georg I. Elellenakonungur.
Þannig leiðir rás atburðanna Grikki og
Islendinga saman, þegar menn feta sig
eftir slóð skjaldarmerkisins og fánamáls-
ins.
At heimildum, sem ekki er sérstaklega
vitnað til hér að framan, má nefna: 1) A.
Thiset: Vaabenmærkerne for Island, Fær-
öerne og Kolonierne. En kritisk Llnder-
sögelse. Aarb. for nordisk Oldkyndigh.
og Historie, 1914, bls. 177. 2) Matthías
Þórðarson: Skjaldarmerki íslands. Nokkr-
ar athugasemdir. Árbók Hins islenzka
fornleifafélags 1915, bls. 18. 3) Jón Emil
Guðjónsson: Hvítbláinn, Rvík 1941. 4)
Sven Tito Achen: The Coat of Arms of
Iceland. The American-Scandinavian
Review 1962. 5) Dr. Björn Þórðarson:
Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944. 6)
Sami: Islenzkir fálkar, Safn til sögu Is-
lands, annar flokkur, 1957. 7) Ólafur
Briem: Heiðinn siður á íslandi, Rvík
1945. Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun
Islands, Rvík 1960.