Andvari - 01.06.1964, Page 62
60
BJARNI BENIiDIKTSSON
ANDVAHI
fara að með ófrjósamt regn, sveipur sem þýtur fyrir horn og er ekki blær
himinsins, heldur andi liaustdauSans á jörSinni.
ÞaS fer kuldahrollur um herSar móSurinni, þar sem hún situr yfir vögg-
unni í hlýju herberginu.
Lauf trjánna, ævi mannsins: skyndilega verSur konunni hugsaS enn aS
nýju til fréttarinnar i blaðinu í gær. Stúlkan, senr varS fyrir árásinni í höfuð-
staðnum á laugardagskvöldiS var — hún er dáin. Hún hefur látist af sárum
sínum. Hún hefur verið svipt líli.
Hversvegna?
Maðurinn, ungur piltur, var handtekinn á veitingahúsi skömmu eftir
verknaðinn. Hann var auðfundinn, enda reyntli hann ekki að dyljast. Það
var blóðsletta á andliti hans, hönd hans rauð af dreyra fórnarlamhsins, og
hann hélt henni upp eins og til sýnis. Hann lyfti glasinu upp að vörum sínum
styrkri og blóðugri hendi og brosti. Síðan kom lögreglan.
Idvað sagði hann?
Hann sagði: Llún var ekki eins og hún átti að vera. Blóðið í henni, það
var óhreint . . . sjáið þið það ekki? Það er hérna á hendinni á mér og hérna á
enninu á mér og hérna á jakkanum mínum. Eg heimta vatn til að þvo mér.
Þetta sagði hann. Og hló við. Blöðin sögðu, að jafnvel lögreglumennirnir
liefðu fyllst hryllingi.
— Llversvegna? spurðu þeir. Hafði hann þekkt hana lengi? Höfðu þau
verið trúlofuð? Þeir spurðu: hversvegna?
— Maður útrýmir svona hyski, sagði hann. Blóðið í henni — það var eitrað.
Eg heimta blásýru til að þvo jakkann minn.
Og hló við.
Blöðin sögðu, að svör hans og hlátur hefðu níst lögreglumennina í merg
og bein. Frásagnir blaðanna fylltu lesendur þeirra nýjum hryllingi. Manns-
lífið er heilagt.
Nú er stúlkan dáin.
Móðirin grípur ósjálfrátt um sofandi hönd barnsins í vöggunni og þrýstir
hana þéttu taki. Heldur þétt um höndina. Kuldinn líður smám saman úr
herðum hennar. Hún segir við drenginn:
— Þau horfa á mig eins og ég sé ekki alltof hamingjusöm. Þau um það.
Idver er það samt sem hefur þig — annar en ég? Kannski gæti sumt farið
betur. Það er þó hann, sem er faðir þinn, litli vinur. Svo skyldi ég ekki vera
hamingjusöm. Svo skyldi ég óska, að þetta hefði aklrei orðið! Guð minn góður,
ætti ég þá að óska að þú hefðir aldrei... ? Þú sem ert ástin hennar mömmu,
stoltið hennar, augasteinninn hennar mömmu. Nei.