Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 63

Andvari - 01.06.1964, Side 63
ANDVAKI HJÁ VÖGGUNNI 61 Hún lýtur yfir vögguna og kyssir sofandi enni drengsins. Ef ekki væru þessar blóðstokknu sýnir . . . Það er tekið að skyggja úti fyrir; rökkrið hnígur yfir garðinn, þar sem haustdauðinn er að verki í gulu laufi og rauðu limi. Stúlkan hafði verið myrt. Pilturinn hafði stungið hana til bana. Hversvegna? Hversvegna? Elún hafði eitt sinn hent á lofti brot úr umræðum í gáfuðu heimilissamkvæmi: — Attila, Déngis Kan, Napóleon, sagði einn gesturinn. — Manneskjan er vond, sagði prófessorinn. — Er hún þá fædd vond, eða verður hún vond í lílinu? spurði annar. — Það skiptir ekki máli, svaraði prófessorinn: djöfullinn er undir öllum kringumstæðum förunautur licnnar. Prófessorsfrúin hafði illan bifur á dapurlegum lífsskoðunum. Hún lét samkvæmið skála fyrir bjartsýninni og þroskanum. Stúlkan er dáin. Hversvegna? Þannig spyr hún og spyr og getur ekki látið af að spyrja . . . uns illur geigur rýfur skarð í brjóst hennar og fellur inn. Geigurinn flæðir inn í hjarta hennar og leiðir henni hvísluð orð á tungu: — Góði guð, lofaðu drengnum mínum að lifa og verða nýtur maður. Eg bið ekki um stóran hlut honurn til handa, ekki frægð, ekki ábyrgð sem yrði honum kannski um megn. Hjálpaðu honum aðeins að verða góður og farsæll maður. Ellífðu honum við vonsku heimsins, og láttu hann ekki verða til að auka á hana með orði eða verki. Eg bið þig, herra. Hún stingur litlu höndunum drengsins undir sængina, lyftir höfði hans og hagræðir svæflinum. Drengurinn andar rólega í djúpum svefni. Hún lokar augurn sínum til samlætis. I sarna bili sér hún sýn — hún kemur án fyrirvara eins og grátur drengsins. Stúlkan liggur á hvítu gólfi, og blóðið lagar úr sáruin hennar. Og kortið á vegg prófessorsins — það liggur flatt við hlið hennar, og blóð hennar flýtur yfir það. Blóð hennar flýtur yfir álfuna, og heitur eimurinn stígur upp af löndunum ... Hún opnar augun með handafli, og sýnin víkur fyrir hrolli hennar. — Faðir vor, þú sem ert á himnum, frelsa oss frá illu, því að þinn er mátturinn . . . frelsaðu okkur frá illu, herra, frá öllu illu, nú og ævinlega. Það dimmir í herberginu. Bæn hennar svífur út um gluggann og stígur upp móti vængjum myrkurluglsins sem hnitar hringi yfir bænurn, lægra og lægra . . . hnitar lægri og lægri hringi yfir Brúnárbæ í Austurríki 24. október árið 1889. — Elsku litli Adólf minn, segir frú Klara Hitler, fædd Pölsl, byrgir andlitið í lófum sér og grætur af ókunnum sökurn. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.