Andvari - 01.06.1964, Side 64
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Skjöl um skipti á íslandi og Norður-
Slesvík árið 1864
Greinargerð.
Hinn 1. íebrúar 1864 sóttu herir
Prússa og Austurríkismanna ylir Egðu-
fljót inn i Slesvík. Áður en aprílmánuð-
ur var liðinn höfðu Þjóðverjar brotið á
bak aftur viðnám danska hersins og
lagt undir sig allt Jótland norður að
Limafirði. Hinn 26. apríl hófst hin
svokallaða Lundúnaráðstefna til þess að
semja urn sættir milli Dana og Þjóð-
verja. Ráðstefna þessi stóð í rétta tvo
mánuði og voru reyndir ýmsir kostir
til að leysa úr deilu þeirra á friðsam-
legan hátt. Einn kosturinn, og raunar
sá síðasti, sem var reyndur, var sá, að
skipta Slesvík. Danir buðu þá kosti,
að Slesvík yrði skipt frá Slíflóa um
Danavirki vestur að NorÖursjó, en
Prússar stungu upp á landamærum frá
Flensborg til Tönder. Um þetta gátu
deiluaðilar ekki kornið sér saman og
fór Lundúnaráðstefnan þá út um þúf-
ur, en styrjöldin hófst á nýjan leik.
Styrjöld þessi stóð ekki nema þrjár
vikur. Hinn 20. júlí var samið vopna-
hlé og 1. ágúst var geröur bráðabirgða-
friður. Samkvæmt 1. gr. bráðabirgða-
friðarins afsalaði Danakonungur sér
bertogadæmunum Slesvík, Holstein og
Láenborg í bendur keisara Austurríkis
og konungi Prússlands. Var þá lokið
hinni miklu og margslungnu deilu um
dönsku hertogadæmin, sem staðið hafði
látlaust frá því fyrir miðja öldina.
Hertogadæmin Slesvík og Holstein
höfðu á þessum árum skipt Dönum í
tvo pólitíska flokka: Egðumenn og al-
ríkismenn. Egðumenn litu á Slesvík og
konungsríkið Danmörku sem stjórn-
skipulega heild og vildu gera samband
þeirra eins náið og unnt var. Egðufljót
skipti löndum með Holstein og Slesvík,
þar höfðu landamæri Danmerkurríkis
verið að fornu, og af því er dregið nafn
þeirra, er vildu innlima Slesvík Dan-
mörku. En alríkismennirnir litu meira
á dönsku ríkisheildina og vildu ekki
slíta hertogadæmin Holstein og Láen-
borg úr sambandi við danska konungs-
veldið. Því kölluðust þeir alríkismenn.
Þeir voru flestir úr flokki konunghollra
íhaldsmanna, gósseigenda og háemb-
ættismanna. En Þjóðfrelsismennirnir
(national-liberale) fylltu flokk Egðu-
manna og voru flestir fulltrúar danskr-
ar borgarastéttar og menntamanna og
nokkurs bluta bænda.
Á árunum 1851—52 gerði danska
ríkisstjórnin, sem þá var skipuð að
mestu alríkismönnum, samkomulag
við þýzku stórveldin, Prússland og
Austurríki, þess efnis, að Slesvík skyldi
aldrei innlimuð konungsríkinu Dan-