Andvari - 01.06.1964, Síða 76
74
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
hins vegar fram í trúnaðarbréfi til fulltrú-
anna.
Utanríkisráðherrann sagði að auðvitað
mætti svo verða....
Eftirmálsorð.
Eftir lestur þessara heimilda hlýtur
sú spurning að vakna að lokum: Var
Island boðið til kaups á íriðarfundin-
um í Vínarborg haustið 1864?
Þessari spurningu verður að svara
neitandi. I bréfi dönsku samninga-
mannanna til Bluhme, dags. 25. ágúst,
má sjá, að þeir hafa þá þegar fengið í
liendur erindisbréfið, en þeir minnast
ekki á það einu orði, að þeir hafi rætt
við þýzku fulltrúana um afhendingu
Vesturheimseyjanna og íslands. (Uden-
rigsministeriets Arkiv, Alm. Korre-
spondancesager, Litra p.) En þá þegar
og einnig síðar gátu dönsku fulltrúarnir
þess undir rós við sína þýzku mótspil-
endur, að danska stjómin væri fús til
að reiða af hendi töluverðar „fórnir"
fyrir breytingu á landamærunum. Af
síðari bréfum dönsku fulltrúanna má
sjá, að þýzku fulltrúarnir brugðust hið
versta við, þegar drepið var á þetta.
Bismarck, forsætisráðhen-a Prússlands,
taldi þessi dulbúnu fórnartilboð Dana
ekkert annað en viðleitni þeirra til að
draga friðarsamningana á langinn og
bíða þess, að önnur stórveldi Evrópu
skærust í leikinn. En Bismarck lá mikið
á og hann óttaðist að langvinnar friðar-
umræður mundu leiða af sér afskipti
hinna stórveldanna, Englands, Frakk-
lands og Rússlands. Fyrir þá sök vildu
þýzku samningamennirnir engu sinna
„fórnum“ Dana. Elinir dönsku fulltrú-
ar ráku sig því brátt á slíkan þvergirð-
ing hjá samningamönnum Þjóðverja,
að þeir töldu heppilegast að geta aldrei
með nafni þeirra „fórna“, sem í boði
voru. Og því varð Island aldrei um-
ræðu- né samningsatriði á friðarfund-
inum í Vínarborg haustið 1864.
\