Andvari - 01.06.1964, Side 77
GYLFI Þ. GÍSLASON:
Gunnar Gunnarsson skáld 75 ára
Ræða menntamálaráðherra, flutt í afmælishófi, höldnu til heiðurs
Gunnari skáldi á 75 ára afmæli hans, 18. maí 1964.
Hvað er að vera íslendingur?
Er það að vera fæddur á eyjunni í At-
lantshafi, sem liggur norður undir heim-
skautsbaug, en er vermd af hlýjum
straumum sunnan úr höfum? Nei. Er það
að vera íslenzkur ríkisborgari og hafa
íslenzkt vegabréf í útlöndum? Nei. Er
það að mæla á íslenzka tungu? Nei. Eða
erum við kannski íslendingar af því, að
við drögum fleiri fiska úr sjó en nokkur
önnur þjóð að tiltölu? Nei. Eða hefur
það gert okkur að betri íslendingum, að
lífskjör okkar hafa á undanförnum ára-
tugum batnað svo mjög, að land okkar er
komið í hóp þeirra, sem búa við mesta
hagsæld? Nei.
En hvað er það þá, sem gerir menn að
íslendingum?
Islendingur er sá einn, sem er hlekkur
í þeirri keðju, er tengir líf þess fólks,
sem nam ísland fyrir nær ellefu hundruð
árum, lífi þeirra manna, sem nú byggja
landið. Islendingur er sá einn, sem er
þáttur í því samhengi menningar, er ver-
ið heíur grundvöllur íslenzkrar sögu í
meira en þúsund ár. Islendingur er sá
einn, sem er hluti af því ævintýri, er
hófst hér norður í höfum á níundu öld,
er enn að gerast á hinni tuttugustu og
aldrei má ljúka, — ævintýri, sem er heill-
andi af því að það er ótrúlegt, lærdóms-
ríkt af því að það er satt.
Af hverju minnist ég þessa einmitt nú?
Það er af því, að í dag er sjötíu og finnn
ára einn þeirra manna, sem verið hafa
mestir Islendingar á þessari öld, — sterk-
u'r hlekkur í þeirri keðju, sem tengir ís-
lenzka nútíð íslenzkri fortíð, snar þáttur
í samhengi íslenzkrar menningar, heill og
glæstur kafli í ævintýrinu um Islendinga.
Þyki okkur einhvers virði nú, að við
erum Islendingar, — að við eigum eigin
menningu, sem forfeður okkar skópu og
varðveitzt hefur um aldaraðir, — að við
eigum Island sem sjálfstæð þjóð, þá meg-
um við minnast þess, að við eigum það
hvorki auði né valdi að þakka, að svo er,
heldur andlegri reisn, sem verið hefur
aðall þess fólks, sem byggt hefur Island
frá upphafi. Helztu aflvakar þeirrar reisn-
ar hafa verið þeir menn, sem í sögu og
Ijóði kenndu þjóðinni að þekkja sjálfa sig
og skilja, hvöttu hana eða sögðu henni til
syndanna, glöddu hana eða vöktu hana
til umhugsunar, juku henni kjark eða
færðu henni fegurð. Slíkir menn voru
Snorri og Hallgrímur og Jónas. An þeirra
og allra hinna, sem skópu íslenzka menn-
ingu, værum við ekki það, sem við er-
um.
Víst er það merkilegt, sem gerzt hefur
í íslenzkum efnahagsmálum á þessari öld,
þeirri öld tækni, sem orðið hefur öld vel-
megunar á íslandi. En þrátt fyrir vaxandi
auðsæld hefðum við getað orðið minni
menn og verri íslendingar, hefðum við
ekki borið gæfu til þess að eignast andans
menn, sem reyndust þess megnugir að