Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 80

Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 80
ERIK S0NDERHOLM: Danskar bókmenntir 1940-60 Síðari grein. 111 Einkennandi er fyrir framangreinda höfunda tvo, að þeim hefur heppnazt að hræða saman gamalt og nýtt, heimafengið og aðfengið, í mjög persónulega steypu; báðir hafa gert formtilraunir undir áhrif- um frá útlöndum, en báðir hafa verið menn til að tjá bæði sig og samtíð sína á fullnægjandi hátt; nú þegar má því segja, að skáldskapur þeirra hafi á sér klassískan svip. Slíkt getur maður aftur á móti ekki fortakslaust sagt um aðra prósahöfunda, sem komið hafa fram síðan í stríðsbyrjun. Það á við um mikinn fjölda þeirra, að amerísk áhrif (einkanlega Hemingway) hafa látið svo mikið til sín taka í verkum þcirra, að fremur er um að ræða bók- menntaáráttu en persónulega tjáningu, þó að vitanlega megi ekki láta sér sjást yfir það, að áhrif Hemingways urðu svo sterk vegna þess að stíll hans var í samræmi við lífsviðhorf tímans. Mest af þessum amerísku eftirlíkingabókmennt- um er reyndar þegar „borte med blæs- ten“ og á ekki heldur betra skilið. Nokkr- ir þessara höfunda eru enn á lifi, og sumir eru enn að skrifa. Meðal þeirra þekktustu má nefna Jens Gielstrnp (f. 1917, hann var flugmaður og féll í stríð- inu, árið 1943), Hans Severinsen (1900— 1956), sem gaf út nokkrar harðsoðnar hvatalífsskáldsögur á árunum 1940 50, og Kelvin Lindemann (1911), sem l’yrst náði sér verulega niðri, þegar hann skrif- aði „Huset med det gr0nne træ“ (1942) í amerískum metsölubókarstíl. Sagan er vel gerð sem slík, en hann hefur ekki haldið á sér síðan. Með þessum hópi má einnig telja Palle Lauring (1909), sem hefur náð til mikils fjölda lesenda með sögulegum skemmtiskáldsögum sínum, þótt sú hylli hafi ekki verið varanleg. Meðal þeirra ómerkari er Johs. Allen (1918), sem hefur endað í skemmtiiðnaðinum, og hið sama á við um Peer Schaldemose (1918) og Kar- en Aabye (1904). Ilærra cr stefnt hjá H. ]. Lembourn (1923), án þess þó að hæfileikarnir séu í samræmi við það. I bókum sínum líkir hann eftir stíl Heming- ways út í yztu æsar, án þess að höfundin- um hafi heppnazt að miðla nokkru frá sjálfum sér. Nokkrir aðrir prósahöfundar eru þó hugtækari en þeir, sem nú voru nefndir. Sögur Ole Jiml (1918) eru orðnar marg- ar, og hann var sá eini, sem tókst að skrifa skáldsögu um skemmdarverkamenn stríðs- áranna „De rpde enge“ (1945) og varpa með ágætum ljóma yfir þetta efni, sem annars er þannig ineð farið í dönskum bókmenntum, að ef til vill táknar það aumasta kapítula þeirra. 1 kínmisögunni „Det tossede paradis" (1953) hefur hann seinna látið gamminn geisa með beisku háði og heilbrigðum gáska um samtíma- bókmenntirnar, sem stundum eru helzti grafalvarlegar. En Juul hefur ekki enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.