Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 86

Andvari - 01.06.1964, Qupperneq 86
84 ERIK S0NDERHOLM ANDVARI sernni tíð hefur hann meir og meir orðið málsvari virkrar mannúðarstefnu, sem skipar honum til sætis ekki langt frá H. C. Branner, þótt Erik Knudsen reyndar leggi miklu meiri áherzlu á, að stefnan sé virk. Allt aðra lausn finnum við hjá nokkr- um öðrum skáldum, sem raunar munu hafa byrjað í sömu kreppunni, en kynnzt henni við önnur skilyrði og að lokum viðurkennt kristindóminn sem lausnarorð tímans. Þeir standa því nærri Martin A. llansen. Merkastur þeirra er Ole Wivel (1921), sem yrkir mjög myrkt og lokað. Ole Sarvig (1921) aðhyllist einnig þessa stefnu, og líklega birtist hin kristilega af- staða á áhrifaríkastan hátt i ljóðabókum hans (frá og með 1943). Dýpra og meira meðvitað en nokkur hinna gerir hann grein fyrir kreppunni, þegar hún er að skapast, hámarki hennar í algerðum ein- manaleik og loks sigurvinningunni yfh' henni í samhygðinni. Á seinni árurn hef- ur hann reynt sig sem skáldsagnahöfund- ur og vakti verðskuldaða athygli með „Stenrosen" (1955), sem lýsir nákvæm- lega sama ferli. Seinni verk hans af þessu tagi eru þó naumast nokkurs virði. ). Lund Andersen (1923), sem orðið hefur fyrir linnsk-sænskum áhrifum, og A. Bcigh Lar- sen (1926) fylgja einnig hinni kristilegu stefnu. Af eldri kynslóðinni eru enn fremur nokkur sérkennileg skáld, sem eins og hin fengu fyrstu mótun sína i kreppunni, en þó er ekki hægt að skipa í flokk með þeim. Langmerkastur þeirra er Thorkild Bjérn- vig (1918), sein tryggði sér nafn sem lielzta ástaskáld sinnar kynslóðar með fyrstu ljóðabók sinni „Stjernen bag gavl- en" (1947), þar sem hinni andlegu kreppu er lýst Ijóst og lifandi í ástakvæð- um, sem heita mega einstæð að magnaðri glóð á þessum íhyglitímum. Seinna hefur hann eins og hinir reyndar orðið cins og ofhugall og inniluktur, en ljóminn af fyrstu bók hans hefur ekki daprazt. Árið 1948 varð greinilega loftslagsbreyt- ing, þegar Frank jæger (1926) sendi frá sér fyrsta ljóðasafn sitt „Dydige digte“, þar sem hann reyndi alls ekki að ráða allar gátur tilverunnar og kærði sig koll- óttan um kreppur, hræðslukenndir og ein- manaleik. Nei, hann söng í ósviknum skáldatón um lífið og gleðina, um stúlk- urnar og náttúruna og litlu börnin, í þokkafullum, leikandi og glettnum stíl, sem tryggði honum stóran lesendahóp. Allt of lengi höfðu menn saknað þessa tóns, sem Danir hafa svo mikið dálæti á. Skáldskapur Jægers hefur haldið þessum aðlaðandi brag; þótt hann hafi vaxið að þroska, hefur hann ekki glatað ferskleik- anum. Hárfín kímni hans og sjálfsháð sést einnig vel í hinni fjörugu minninga- bók hans „Den unge Jægers ]idelser“ (1953). Því miður hefur Jæger ekki fengið marga arftaka, þar eð hin yngri skáld hafa nánast haldið áfram hinum alvarlega skáldskap eldri skáldanna, enda hefur ástandið í heiminum stuðlað að því. Ég hef einkum í huga allra yngstu skáldin, sem þó nokkur hafa þegar náð sér tals- vert niðri í Danmörku. Ef til vill á þetta einkanlega við um Klaus Rifbjerg (1931) og Jess 0rnsbo, sem vakti athygli og and- mæli, þegar út kom fyrsta bók hans árið 1960; enn fremur eru bæði Jórgen Sonne (1925) og LJffe Harder (1930) af þessum yngsta skóla og fara báðir miklu lengra á tilraunaleiðinni og er nánast að líkja við Erik Knudsen að því er varðar afstöðuna til samtíðarinnar. Og hér látum við staðar numið. Vitan- lega væri hægt að halda upptalningunni áfram, en það væri tilgangslaust. Framan- greint yfirlit ætti vonandi að geta gefið áhugasömum lesanda dálitla hugmynd um hvað cr að gerast í dönskum skáld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.