Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 111
ANDVARI
ÚTGÁFUR PASSÍ USÁLMA HALLGRÍMS PÉTURSSONAR
109
59. prentun, Rvík 1946. Ljósprentuð
útgáfa eiginhandarrits Hallgríms, prentuð
í Lithoprenti.
60. prentun, Rvík 1947. Hér eru Passíu-
sálmarnir prentaðir í hinu mikla riti dr.
Magnúsar Jónssonar prófessors: „Hall-
grímur Pétursson, æfi hans og starf“. Eru
þeir í II. bindi, bls. 28—171. Aftan við
hvern sálm eru prentaðar athuganir og
hugleiðingar útgefanda um efni sálms-
ins, boðskap, form og sköpunarsögu.
61. prentun, Rvík 1947. Bókagerðin
Lilja. A titilblaði stendur: Ný útgáfa, eftir
handriti höfundar.
62. prentun, Rvík 1950. Hér eru sálm-
arnir prentaðir með orðalykli, sem Björn
Magnússon prófessor hafði samið. Kostn-
aðarmaður útgáfunnar er Snæbjörn Jóns-
son. Framan við sálmana er ritgerð um
foreldra kostnaðarmanns, Jón Þorsteins-
son og Sesselju Jónsdóttur á Kalastöðum.
Ilöfundur ritgerðarinnar er séra Jón
Guðnason. Aftan við sálmana er prent-
aður sem viðauki sálmurinn „Allt eins og
blómstrið eina“.
63. prentun, Rvík 1951. H.f. Leiftur.
Aftan við eru prentuð upphöf allra versa
sálmanna.
64. prentun, Rvík 1957. Bókagerðin
Lilja. Aftan við sálmana er prentuð skrá
um ritningarstaði, utan píslarsögunnar,
sem vitnað er til í Passíusálmunum.
65. prentun, Rvík 1960. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs. Utgáfa þessi er í fjögra
blaða broti. Hún er skreytt 50 heilsíðu-
myndum eftir Barböru M. Árnason, einni
við hvern sálm. Formáli er eftir Sigur-
björn Einarsson, biskup. Idörður Ágústs-
son aðstoðaði við fyrirkomulag bókarinn-
ar. Bókin er sett í Alþýðuprentsmiðjunni,
Ijósprentuð í Lithoprenti.
Skrá þessi er að stofni til eftir Magnús Jóns-
son, prófessor, úr riti hans um Hallgrím Péturs-
son. Undirritaður hefur borið skrána saman við
Passiusálmaútgáfur, leiðrétt tvö atriði og bætt
við greinargerð um sex siðustu útgáfur Passíu-
sálmanna.
Gils Guðmundsson.
8