Andvari - 01.06.1964, Page 119
ANDVARI
FYRSTI ÍSLENZKI BÚFRÆÐINGURINN
117
heldur en þó ég væri á ýmsum stöðum
við vinnu.“
# # #
Nú er Sveinn tekinn til við lengi þráð
starf, sem hann hefir af mikilli kostgæfni
búið sig afburðavel undir, að ferðast um
og kenna það, sem að gagni megi koma
íslenzkum landbúnaði. Var fræðslan víða
vel þegin, og óskuðu hennar svo margir,
að hann er vongóður um framhaldið.
Þetta sumar, 1873, ferðast hann um
Borgarfjarðar-, Mýra-, Hnappadals-, Snæ-
fellsnes- og Húnavatnssýslur.
Þetta verður svo aðalstarf hans, unz
hann gerist skólastjóri á Hvanneyri við
stofnun skólans þar 1889 og er það til
dauðadags 4. maí 1892.
Auk ferða- og leiðbeiningastarfsins
siglir hann til þess að kynna sér sand-
græðslu, mjólkuriðnað, fjárrækt o. fl.
Einnig til þess að sjá um útgáfu rita
sinna. Ennfremur stundar hann á þessum
tíma, 1879—1881, nám við Búnaðarhá-
skólann í Danmörku.
Margt væri það enn og merkilegt, sem
mætti af Sveini segja, en þar sem þetta
mun nú orðið nóg að sinni, skal hér stað-
ar numið. Hitt híður síns tíma.