Andvari - 01.06.1964, Side 124
122
VAGN B0RGE
ANDVARI
eftir að hafa kynnt sér það land á árun-
um 1915—1917. Marmari, Vér morð-
ingjar og Stjörnur eyðimerkurinnar eiga
sér vesturálfu heims að sviði. 1 Ragnari
Finnssyni, sem Kamban skrifaði á eftir
Marmara, lýsir hann amerísku fangelsis-
lífi á sterkan og átakanlegan hátt.
Við lestur sjálfsævisögu kaflans í Ragn-
ari Finnssyni kynnist maður betur því
málefni, sem Kamban er að berjast fyrir,
heldur en í Marmara: Afnámi allrar nú-
vcrandi fangelsisrefsingar.
Það er fyrst með skáldsögunni, að augu
lesandans opnast fyrir hinni hróplegu
þjáningu, sem innilokaðar, dæmdar og
fordæmdar manneskjur verða að þola.
Fangelsið, hinn röndótti búningur og
óhugnanlegar, þöglar máltíðarnar, tin-
diskarnir, sem snöggklippt höfuðin beygja
sig yfir. Skopyrðin, sem særð eru fram og
setja innsigli manndóms og kjarks á hin
þjáningarfullu hjörtu. Tilbreytingarleys-
ið, pyndingarnar, flutningur fanganna í
myrkraklefann. Allar þessar ógnir rísa
upp af blöðum bókarinnar sem átakan-
legar myndir, er einhvern tíma gætu orð-
ið dramatískur bakgrunnur að kvikmynd
um boðskap Marmara: afnám refsingar-
innar. „Þannig meðhöndlum við mann-
legar verur. Við lokum þær niðri í myrkri
í kjallaraholu, látum þær svelta, þyrsta
og kveljast af kulda og fyrirbjóðum þeim
fullkominn svefn.“
Ef við erum ekki sammála Kamban,
þegar við heyrum þverstæður dómarans
í Marmara, skiljum við þær aftur á móti
til fulls við lestur skáldsögunnar, þegar
Iiann lýsir pyndingunum: „Þeir vita ekki
hvað þeir gjöra, þegar þeir loka inni
fleiri og fleiri þúsundir í fangelsunum.
Þeir stara skelfdir á sívaxandi bölvun
glæpanna og vita ekki að þeir leiða sjálfir
þessa bölvun yfir sig. Þeir taka viljann
frá manninum og banna honum að sýna
að hann sé hugsandi og tilfinnandi vera.
Þeir banna geislum góðleikans að verma
hjarta hans. Þeir banna hæversku og
þokka að prýða hátterni hans. Með lát-
lausum smámunum þroska þeir látlaust
hatur hans og hleypa honum að lokum
úr hættulegu, kvöldu og hamstola dýri.“
I hinum áhrifamiklu fangelsislýsingum
í Ragnari Finnssyni lætur Kamban sögu-
hetju sína segja: „Ltfs míns mikla hlut-
verk er að hoða hehninum þetta: að af
öllum glæpum er refsingin glæpurinn
mestur."
Brennandi mannást, djúp þekking á
hinum illu áhrifum refsingarinnar, þján-
ingurn fanganna og meðferðinni á þeim,
ásamt hinu hæpna gildi laga og réttar,
eru grundvöllur þessa höfuð verks skálds-
ins. Viðfangsefnið er: Flvað er rétt?
Menn geta tekið þá afstöðu til hugmynda
höfundarins sem þeir vilja. Þær eru fram-
bornar af manni, er telur sig hafa siðrænu
hlutverki að gegna með list sinni.
• •
Bókmenntalegur ráðunautur leikhúss-
ins Theater Der Courage í Vín, Ilans
Lampl, sem lagt hefur stund á norrænar
bókmenntir, gerði í samtali við mig eftir-
farandi athugasemdir í sambandi við túlk-
un hugmyndaefnisins í Marmara:
1) Lampl álítur ekki, að túlka eigi
Marmara svo, að Kamban hafi álitið, að
loka ætti öllum fangelsum og afnema
refsinguna.
2) Það, sem raunverulega er um að
ræða í Marmara, er að glæpamaðurinn
gengur laus: Það er bróðir dómarans, sem
lætur loka dómarann inni, því hann er
hættulegur honurn sjálfum og ólöglegum
viðskiptum hans.
3) Lampl álítur, að Kamban vilji leggja
sérstaka áherzlu á, að þeir, er gangi laus-
ir, séu vitni um glæpinn og grímuklæði
óréttlætið sem réttlæti og notfæri sér
hegninguna til að viðhalda óréttlætinu,