Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1964, Side 124

Andvari - 01.06.1964, Side 124
122 VAGN B0RGE ANDVARI eftir að hafa kynnt sér það land á árun- um 1915—1917. Marmari, Vér morð- ingjar og Stjörnur eyðimerkurinnar eiga sér vesturálfu heims að sviði. 1 Ragnari Finnssyni, sem Kamban skrifaði á eftir Marmara, lýsir hann amerísku fangelsis- lífi á sterkan og átakanlegan hátt. Við lestur sjálfsævisögu kaflans í Ragn- ari Finnssyni kynnist maður betur því málefni, sem Kamban er að berjast fyrir, heldur en í Marmara: Afnámi allrar nú- vcrandi fangelsisrefsingar. Það er fyrst með skáldsögunni, að augu lesandans opnast fyrir hinni hróplegu þjáningu, sem innilokaðar, dæmdar og fordæmdar manneskjur verða að þola. Fangelsið, hinn röndótti búningur og óhugnanlegar, þöglar máltíðarnar, tin- diskarnir, sem snöggklippt höfuðin beygja sig yfir. Skopyrðin, sem særð eru fram og setja innsigli manndóms og kjarks á hin þjáningarfullu hjörtu. Tilbreytingarleys- ið, pyndingarnar, flutningur fanganna í myrkraklefann. Allar þessar ógnir rísa upp af blöðum bókarinnar sem átakan- legar myndir, er einhvern tíma gætu orð- ið dramatískur bakgrunnur að kvikmynd um boðskap Marmara: afnám refsingar- innar. „Þannig meðhöndlum við mann- legar verur. Við lokum þær niðri í myrkri í kjallaraholu, látum þær svelta, þyrsta og kveljast af kulda og fyrirbjóðum þeim fullkominn svefn.“ Ef við erum ekki sammála Kamban, þegar við heyrum þverstæður dómarans í Marmara, skiljum við þær aftur á móti til fulls við lestur skáldsögunnar, þegar Iiann lýsir pyndingunum: „Þeir vita ekki hvað þeir gjöra, þegar þeir loka inni fleiri og fleiri þúsundir í fangelsunum. Þeir stara skelfdir á sívaxandi bölvun glæpanna og vita ekki að þeir leiða sjálfir þessa bölvun yfir sig. Þeir taka viljann frá manninum og banna honum að sýna að hann sé hugsandi og tilfinnandi vera. Þeir banna geislum góðleikans að verma hjarta hans. Þeir banna hæversku og þokka að prýða hátterni hans. Með lát- lausum smámunum þroska þeir látlaust hatur hans og hleypa honum að lokum úr hættulegu, kvöldu og hamstola dýri.“ I hinum áhrifamiklu fangelsislýsingum í Ragnari Finnssyni lætur Kamban sögu- hetju sína segja: „Ltfs míns mikla hlut- verk er að hoða hehninum þetta: að af öllum glæpum er refsingin glæpurinn mestur." Brennandi mannást, djúp þekking á hinum illu áhrifum refsingarinnar, þján- ingurn fanganna og meðferðinni á þeim, ásamt hinu hæpna gildi laga og réttar, eru grundvöllur þessa höfuð verks skálds- ins. Viðfangsefnið er: Flvað er rétt? Menn geta tekið þá afstöðu til hugmynda höfundarins sem þeir vilja. Þær eru fram- bornar af manni, er telur sig hafa siðrænu hlutverki að gegna með list sinni. • • Bókmenntalegur ráðunautur leikhúss- ins Theater Der Courage í Vín, Ilans Lampl, sem lagt hefur stund á norrænar bókmenntir, gerði í samtali við mig eftir- farandi athugasemdir í sambandi við túlk- un hugmyndaefnisins í Marmara: 1) Lampl álítur ekki, að túlka eigi Marmara svo, að Kamban hafi álitið, að loka ætti öllum fangelsum og afnema refsinguna. 2) Það, sem raunverulega er um að ræða í Marmara, er að glæpamaðurinn gengur laus: Það er bróðir dómarans, sem lætur loka dómarann inni, því hann er hættulegur honurn sjálfum og ólöglegum viðskiptum hans. 3) Lampl álítur, að Kamban vilji leggja sérstaka áherzlu á, að þeir, er gangi laus- ir, séu vitni um glæpinn og grímuklæði óréttlætið sem réttlæti og notfæri sér hegninguna til að viðhalda óréttlætinu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.