Andvari - 01.06.1964, Page 141
Sigurjón Björnsson:
Leiðin tiB skoídskopar.
Hugleiðingar um upptök og þróun skáldhneigðar
Gunnars Gunnarssonar.
Leiðin til skáldskapar er ritgerð um eitt veigamesta efnisatriði Fjallkirkjunnar eftir
Gunnar Gunnarsson: móðurmissinn. I löfundurinn varpar nýju ljósi á áhrifin, sem
sá atburður hafði á þroskaferil Ugga Greipssonar, jalnframt því sem sýnt er fram á,
að hliðstæður efnisþáttur setur mark sitt á öil helztu skáldverk Gunnars, sem eldri
eru en Fjallkirkjan. — Leiðin til skáldskapar er gleggsta og fyllsta athugun, sem enn
hefur verið gerð hérlendis á skáldskap Gunnars Gunnarssonar.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Martin A. Hansen:
Syndin og fleiri sögur.
Bók þessi hefur að geyrna nokkrar úrvalssögur eftir hið merka danska skáld, Martin
A. I lansen, í snjallri þýðingu Sigurðar Guðmundssonar ritstjóra. — Hansen ferðaðist
á sínum tíma til fslands og ritaði heimkominn merka bók um dvöl sína hér. Hvorki
hún né önnur helztu verk skáldsins hafa fram að þessu verið þýdd á íslenzku. —
Syndin og fleiri sögnr ætti því að vera íslenzkum lesendum kærkomið sýnishorn af
frásagnarlist Martin A. Ilansen.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
John Steinbeck:
Mýs og menn
John Steinbeck hefur um nærfellt þriggja áratuga skeið staðið í fremstu röð skáld-
sagnahöfunda og er löngu kunnur hér á landi. Hann hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels árið 1962. Þrúgur reiðinnar og Mýs og menn eru löngum talin helztu verk
hans. Síðarnefnda skáldsagan, frumprentuð 1937, kom út árið 1943 í íslenzkri þýð-
ingu Ólafs Jóh. Sigurðssonar. Tíu árum síðar þýddi hann samnefnt leikrit höfundar-
ins til flutnings í Iðnó, og hefur það verið leikið víðar um land. Ólafur hefur endur-
skoðað þýðinguna, og birtist hún nú loks á prenti. Bæði leikhúsum landsins og al-
mennum lesendum er mikill fengur að þessu ógleymanlega skáldverki í jafn vandaðri
þýðingu og hér á í hlut.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.