Andvari - 01.06.1964, Page 142
Selma Jónsdóttir:
Saga Maríumyndar.
Bók þessi fjallar um merkilegt, fornt listaverk, tréskurðarmynd af Maríu mey,
sem nú er geymd i Þjóðminjasafni íslands. Mynd þessi mun gerð á 13. öld. Hún er
með sérstæðum og forvitnilegum hætti tengd kirkjusögu og listasögu Vestur-Evrópu.
Kaflar bókarinnar eru þessir:
íslenzka Maríumyndin og systur hennar. — Fyrírmyndin
heilaga. — Arfurinn frá Chartres. — María guðsmóðir. —
Guðmundur biskup góði. — Hofstaða-María.
Annar meginhluti bókarinnar eru myndir. Myndasíður cru 26, þar af tvær í litum,
allar myndirnar prentaðar á úrvals pappír.
Bókin er Inn fegursta að öllum lrágangi. Allar myndirnar eru prentaðar i Sviss,
en texti í Prentsmiðju Jóns Helgasonar.
Mjög forvitnileg og eiguleg bók. Llpplagið er lítið.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Jakob H. Líndal:
Með huga og hamri.
Jarðfræðidagbækur og ritgerðir.
Sigurður Þórarinsson bjó til prentunar.
Efni meðal annars: Ferðir um Skaga. -— Bjargasvæðið og jarðfræði þess. — Úr
Skagafirði og Fljótum. — Ferð um Skagafjarðardali. — At'
huganir frá ferð um Tjörnes. ■—- Frá Mýrdal og nágrenni hans.
—Athuganir í framhluta Vestur-Húnavatnssýslu. — Hiina-
vatnssýsla vestan Blöndu. — Ferð um Snæfellsnes. — Ferð
um Þingeyjarsýslu. — Athuganir í Vesturhópi. — Norður-
hluti Vatnsness. — Ferð um Laxárdali. — Úr Vatnsdal. —
Bakkakotsbrúnir. — Hvernig eru Vatnsdalshólar til orðnir? —
Mælifellshnjúkur. — Drangey. — Jökulmenjar í Fnjóskadals-
og Kinnarfjöllum.
Dr. Sigurður Þórarinsson kemst svo að orði um bók þessa í formála:
,,Þær (dagbækurnar) eru brunnur fróðleiks um jarðfræði og staðhætti þeirra
svæða, sem þær fjalla um, og þær varpa skýru ljósi á vísindamanninn Jakob H. Lín-
dal og vinnubrögð hans. Ásamt ritgerðunum eru þær óbrotgjarn minnisvarði glögg-
skyggni, skarpskyggni og vísindalegum bugsunarhætti þessa hógværa húnvetnska
bónda.“
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
h