Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 9
ANDVARI
THOR THORS
111
eitt hefti, tæpar 400 blaðsíSur. Á kápu heftisins er getið nokkurra höfunda
efnis. Eru það þessir: Jóhann Sigurjónsson, skáld, Ámi Pálsson, Þorkell Jó-
hannesson, síðar rektor háskólans, og Sigurður Nordal. Það hefir ekki þótt
ástæða til að flagga nreð því, að í ritinu væri grein eftir 25 ára gamlan nýbak-
aðan júrista, Thor Thors. Engu að síður er það skoðun mín, sem þetta rita, að
grein hins kornunga manns urn kjördæmaskipunina sé það langmerkasta, sem
gat að líta í þessum árgangi Vöku.
Þessi grein Thors ber órækan vott um þá góðu eðliskosti hans, sem reynd-
ust honum svo farsælir á lífsleiðinni, nákvæmni, samvizkusemi, réttlætiskennd
og víðsýni.
f greininni rekur Thor með nákvæmni og íhugun sögu kjördæmaskipun-
arinnar, aðdraganda að meginbyggingu hennar frá tímum ráðgjafarþinganna
dönsku, þegar leitað var tillagna þingsins í Hróarskeldu um löggjafarmálefni
fslands, en í framhaldi af því stofnsett sérstakt ráðgjafarþing í Reykjavík með
tilskipun 8. marz 1843, er saman kom í fyrsta sinn hinn 1. júlí 1845. Kjör-
dæmaskipunin, sem þetta þing var kosið eftir, er enn meginstofn kjördæma-
skipunar 1928. Thor sýnir fram á, hversu kjördæmaskipunin reyndist strax
óviðunandi og ranglát, og minnir á, að þegar á fyrsta þingi komu frarn 17
bænaskrár um breytingu á alþingisskipaninni. Hann vitnar til þess, að Jón
Sigurðsson hafi barizt eindregið fyrir því, að þingmönnum yrði fjölgað og á
þann hátt bætt úr misrétti kjördæmanna og tekur í því sambandi upp eftir-
farandi ummæli Jóns Sigurðssonar við umræður málsins á þingi: „Þingin eru
byggð á þ ví, að allsherjar-viljinn geti komið fram fyrir munn fulltrúa þjóðar-
innar, en þetta leiðir til þess, að fulltrúafjöldinn verður hvað helzt að byggjast
á íbúafjöldanum og jafnast eftir honum“. Thor greinir frá tilraun Hannesar
Hafstein til þess að koma á nýrri og réttlátari kjördæmaskipun, með frumvarps-
flutningi á Alþingi 1905 og 1907, þar sem landinu skyldi skipt í 7 stór kjör-
dæmi með hlutfallskosningum. Um frumvarp Hannesar segir Thor: „Frumvarp
þetta var hið merkilegasta í alla staði, föstum tökum og hispurslausum tekið
á vandamálinu og greinargerð frumvarpsins og rökin fyrir því með fádæmum
skýr og ýtarleg". Síðan gerir Thor mjög ýtarlega grein fyrir ástandinu eins og
það var 1928, en í því felst yfirlit um íbúafjölda í hinum einstöku kjördæmum,
kjósendafjölda, tiltölulegt fulltrúamagn, þáverandi fulltrúamagn, tiltölulega of
niikinn eða of lítinn íbúafjölda í hlutfalli við fulltrúamagn og loks kjósenda-
ijölda í hverju kjördænri ýmist of eða van, ef réttlæti ríkti í skipun þingsins.
Kom þá m. a. í ljós, að misréttið var geigvænlegt rnilli kjördæmanna. I Reykja-
vík var kjósendafjöldinn miðað við tölu þingfulltrúa 91% of mikill, í Suður-
Þingeyjarsýslu 54% of mikill, í Gullbringu- og Kjósarsýslu 33% of mikill, en