Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 20
122
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
Hinn merkasti þáttur í lífsstarfi Thors Thors og sá, sem halda mun nafni
lians lengi á lofti, er sendiherrastarfið, fulltrúastarf hans á erlendri grund fyrir
land og þjóð í aldarfjórðung.
Á vissan hátt greinist sendiherrastarf Thors í tvo þætti, er markast af sendi-
herrastarfinu á styrjaldarárununr og síðar, að styrjöld lokinni. Eins og síðar
verður að vikið, var sendiherrastarfið á styrjaldarárunum óhemju margþætt
og erfitt viðfangs af fjölþættum ástæðum, sem mótuðust af hinni algjöru,
hlífðarlausu styrjöld, sem herjaði Evrópu og Atlantshafið, „þúsund rasta þjóð-
brautina" til Norður-Ameríku, og síðar meir gjörvallan heim, að rneira eða
minna leyti. En síðan var það margt, að styrjöld lokinni, sem varð þess vald-
andi, að sendiherrastarf Thors í Vesturheimi hélt áfram að vera hið umfangs-
rnesta og geysiþýðingarmikið fyrir ísland. Ber þar fyrst að nefna stofnun Sam-
einuðu þjóðanna og þátttöku okkar í samstarfi þeirra, en jafnhliða allsherjar
aukin samskipti þjóða, bæði af góðum og illum ástæðum eftir stríðið. Marshall-
aðstoðin er langmerkasta framsýnisátak, sem sögur fara af, að sigrandi þjóð
hafi beitt sér fyrir, til þess að byggja upp úr rústum eyðileggingar, og hlutdeild
íslendinga í henni varð þeim mjög mikilvæg. Síðan kom stofnun Atlantshafs-
bandalagsins 1949 og varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951, en allt þetta
og margt fleira orsakaði það, að sendiherrastarfið í Washington var áfram í
brennidepli og hið afdrifaríkasta fyrir Islendinga, með hverjum hætti það vai
rækt.
Hin mikla heimssýning var haldin í New York 1939 og 1940. Thor Thors
var formaður sýningarráðs íslands á heimssýningunni og leysti það starf af
höndum með ágætum. Taldi hann sjálfur, að ræðismannsstarf hans og síðar
sendiherrastarf í Bandaríkjunum, hefði verið afleiðing og framhald af for-
mennsku hans í sýningarráðinu.
Thor Thors hafði áður átt þess kost að fara í utanríkisþjónustuna. Þegar
hann hafði lokið lögfræðiprófi 1926, lögðu þeir að honum, Jón Magnússon,
forsætisráðherra og Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands, en þáverandi sendi-
herra Islands í Kaupmannahöfn, að gerast starfsmaður í utanríkisþjónustunni,
en Thor sagði svo frá, að hann hefði ekki getað hugsað sér að eyða mörgum
árum sem undirmaður í danskri utanríkisþjónustu, en Danir fóru þá með
utanríkismál íslands, samkvæmt sambandslaga-samningnum frá 1. desember
1918.
En síðar voru örlög Thors í utanríkisþjónustu ráðin, en þá var kornið að
því, að íslendingar tóku meðferð utanríkismálanna í eigin hendur.
Þann 1. ágúst 1940 var Thor Thors skipaður aðalræðismaður Islands í