Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 70
172
WILLIAM IIEINESEN
ANDVARI
Rakul og hesiurinn hennar.
rauðir, og hún var í dökkbláu, oi’nu pilsi undir grófri léreftssvuntu, sem hún
tók af sér úti í garðinum. Af þessum litla ferÖaflokki var sætur, sterkur ilmur,
lykt af heiði, mjólk, útvötnuðum skinnum, sýrðum osti, rökum ullarfatnaði,
svita, reyk og hesturn.
Rakul var gömul, en sterk og karlmannleg. Toginleitt veðurhitið andlit
hennar var fullt af fíngerðum hrukkum, og hún talaði djúpri og rólegri röddu.
I lún gat „séð inn í framtíðina“, eins og það var kallað, og sýndist líka margs
vitandi, með dimm augu fjarhugul og breitt bil milli augna. Hún bar svip af
vitrum hesti í mannslíki. Níels var líka gamall, eða svo virtist það þá, en hann
var annars mjög kvikur, liðugur, hrokkinhærður sperrileggur með tindrandi
augu, og munn sem var sjaldan lokaður. Hann var snillingur að herrna eftir
tíst og trillur heiðafuglanna, snörlið í krákunum, bræktið í lömbunum, hnegg
hestanna og hið ógurlega kikhóstaorg í ólmu nauti. Hann gat líka sungið. Þegar
hann var beðinn þess, kveinkaði hann sér við því, og færðist kurteislega undan,
hló dillandi hlátri og hristi höfuðið, en allt í einu yppti hann blárri topphúf-
unni sinni og söngurinn streymdi út úr þessum bilaða, en fjöruga gamalmennis-
munni, sem geymdi aðeins eina tönn. Hann söng skemmtileg vísubrot, meðal