Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 91
ANDVARI
SUMAR Á SAURUM
193
llpphaf Ferðaloka í eiginhandarriti Jónasar.
langt í dag, þó þú trúir því varla, ef til
vill. Ég hef líka lítið aS skrifa um, en
hér gildir að gegna eitthvað því, sem þú
nefnir skólann. Hvernig fara eigi að agi-
tera? Það veit ég satt að segja ekki. Hér
er um að gera að fá skólastjórnina til að
setja embættiÖ á stofn og koma upp heima
náttúrugripasafni, svo brúkanlegu, að
það verði notað til kennslunnar, og leggja
til svo mikið af bókum sem allra-nauÖ-
synlegast er til að geta unnið með og
gert nokkuð að gagni. Allt þetta kostar
nokkra peninga, og svo er húsrúmið,
sem verst verður með, ef til vill, þótt
það þurfi öngvan veginn að vera stórt.
Það er sjálfsagt, að ef þeim er alvara með
að láta íslenzka skólann geta hér um bil
svaraö til þessara gymnasia, þá sýnist sem
þeir geti öngvan veginn sleppt náttúru-
fræðinni, og þess utan held ég, að ég
gæti tekið að mér að kenna dálítið í fysik,
ef vildi, og ég fengi hin nauðsynlegustu
áhöld. En hvemig fara að agitera? Kon-
ráð heldur ég eigi að reka memorial bein-
línis í direktionina,1) og segja henni og
sýna, hver nauÖsyn sé á náttúrufræði
1) Þ. e. að reka tillögurnar í stjómina.
13