Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 118
220
STURLA FRIÐRIKSSON
ANDVARI
Hagkvæm afnot ræktaðs lands.
Hér að framan hefur verið reynt að
sýna fram á, hverjar séu framtíðarhorfur
í ræktunarmálum, hvernig okkur Islend-
ingum megi takast í komandi framtíð að
bæta og auka við hið gróna land. Nauð-
synlegt er að kanna hvernig er háttað
vaxtarkjörum í einstökum byggðarlögum,
svo unnt sé að skipuleggja ræktun og velja
þær tegundir, sem við eiga í hverju tilfelli,
hvar helzt skuli græða sand eða planta
skógi, og hver sé arður framleiðslunnar
á hverjum stað.
A það hefur verið minnzt, að vegna allra
aðstæðna sé ísland fyrst og fremst gott
grasræktarland. Það hlýtur þvi lengst af
að verða viðfangsefni íslenzks landbúnaðar
að breyta þessu grasi í aðrar afurðir, sem
mönnum megi að gagni koma. Verður
því að leita svars við þeim spurningum,
hvernig gróðurlendið verði bezt nýtt,
hvaða búpeningur verði beztur til að
breyta því í arðbæra vöru og hvernig
megi í framtíðinni stilla samspil gróðurs
og búfénaðar, svo að ábati verði að, án
þess að gengið sé á framtíðarforða gróður-
lendis og gróðurmoldar. Framtíðaráætlun
verður að byggja á aldagamalli reynslu,
en þó skoða hana í ljósi tæknilegrar og
vísindalegrar þekkingar líðandi stundar.
Enn sem áður fer val búsmala eftir innan-
landsfóðri. Það er erfiðleikum bundið að
auka kjötframleiðslu á hagkvæman hátt
með framleiðslu svína- eða fuglakjöts,
einfaldlega vegna þess, að hér er ekki
völ á kolvetnaríku fóðri. Á svipaðan hátt
verða fslendingar vart samkeppnisfærir
við suðlægari lönd með mjólkurafurðir,
þar sem þau lönd hafa völ á ódýrara og
kolvetnaríkara fóðri en við höfum. Hins
vegar er það ljóst, að sauðfjárafurðir er
unnt að framleiða á grasinu einu saman.
Eins og áður hefur verið vikið að, verður
þó ekki unnt að auka sauðfjárhald að ráði
fram yfir það, sem nú er, nema með beit
á ræktað land. 'Bændur landsins hafa nú
þegar hafið þennan ræktunarbúskap. Þeir
beita fé á ræktað land að meira eða minna
leyti haust og vor með góðum árangri.
Á tilraunastöðvunum eru nú auk þess
hafnar athuganir með sumarlanga fjár-
beit á ræktuðu landi. Þessar tilraunir hafa
enn borið misjafnan árangur. Nefna má
athuganir, sem gerðar hafa verið á Gunn-
arsholtsbúinu, þar sem sauðfé hefur meira
og minna gengið á ræktuðu landi. Þar er
fé ýmist aðnjótandi fóðurs af nýgræðum
Sandgræðslunnar eða sérstaklega rækt-
uðu káli til haustfóðurs. Tilraunir, sem
gerðar hafa verið á Korpúlfsstöðum, Elesti
og Laugardælum sýna, hvernig sauðfé
getur þrifizt á ræktuðu landi, ef fóður-
gildi uppskerunnar er haldið í réttu horfi
með beitarskiptum og slætti, og leiða i Ijós
hvaða vandkvæðum sú ræktunarbeit er
bundin. Við þessar byrjunarathuganir
virðast koma fram ýmsir erfiðleikar við að
halda fénaði í þrifum og kostnaður virðist
auk þess vera of mikill, til þess að hægt sé
að hafa góðan ábata af fjárbúskap á rækt-
uðu landi, en vonir standa til, að unnt
sé að finna þar úrbót á og lækka tilkostn
aðinn að nokkru. Með sauðfjárhaldi á
ræktuðu landi ætti afrakstur sauðfjárbú-
anna aftur á móti að vera árvissari og
yrði ekki eins háður óvissum gjöfulleik
hinnar villtu náttúru. Bústærðin gæti
aukizt, þar sem hver einstaklingur gæti
annazt meiri fjölda fjár, sem allt gengi á
afgirtu ræktarlandi. Húsakostur þyrfti
aftur á móti ekki að vera eins vandaður,
þegar fé væri látið vera við opin hús í
afmörkuðum girðingarhólfum. Með þess
háttar sauðfjárhaldi á ræktuðu landi ætti
að vera unnt að ná meiri og jafnari fall-
þunga sláturlamba. Er ekki enn fullnýtt
sú ræktunarbót. Ennþá er öllum diklum
slátrað í senn, þegar þeir koma af fjalli,