Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 27
ANDVAItl
THÖR THORS
129
fyrir til hlítar, hversu persónutöfrar og mannkostir Thors hafa komið Islend-
ingum að miklu liði á þessum alþjóðlega vettvangi, en enginn, sem til þekkir,
mun efa, að þar átturn við mikinn, dulinn kraft, sem mælikvarði verður ekki
á lagður.
Sá, sem þetta ritar, kom fyrst á þing Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi í
sendinefnd fslands 1953. Þingsetning hafði farið fram og upphafizt hinar
almennu stórpólitísku umræður, sem orðið hafa að venju á þessu þingi þjóð-
anna. fslendingar hafa jafnan leitt þetta „uppgjör“ alþjóðamálanna hjá sér,
sem er ekki óeðlilegt. En á þessu áttunda þingi brá af venju og fulltrúi fslands
kvaddi sér hljóðs. Minnisstætt er, hversu áberandi það var, nokkrum dögurn
síðar, að sjá þingfulltrúa ganga til Thors Thors og taka í hönd honum, en
þeir voru þá að þakka fulltrúa fslands fyrir ræðu þá, sem hann hafði flutt.
í skjölum utanríkisráðuneytisins rná finna bréflega staðfestingu þess, frá ræðis-
manni íslands í New York, hversu mikla athygli og aðdáun þessi ræða fulltrúa
fslands vakti, en þangað hringdi fjöldi manna og skrifaði bréf, til þess að tjá
sig um málflutning Thors. Ræður Thors á þingi Sameinuðu þjóðanna vöktu
sennilega enn rneiri athygli vegna þess að þegar hann talaði, þá var hann gagn-
orður og snjall í máli samtímis, og þessu taka menn eftir, en langmáll skyldi
enginn vera á því þingi.
Thor Thors var góður vinur framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
Erygve Lie og Dag Hammarskjöld, og ef til vill hefir sú vinátta við þessa
skandinavísku frammámenn samtakanna einnig átt sinn þátt í því að tengja
hann nánari böndum við þessi alþjóðasamtök og gjört hann kunnari innviðum
þeirra.
Þegar framkvæmdastjóraskipti urðu árið 1953 og Hammarskjöld tók við
af Trygve Lie, fóru fram viðhafnarkveðjur til Lie. Það var 7. apríl, sem hann
var formlega kvaddur, og þannig vildi til, að um hádegi þennan sama dag báðu
fulltrúar 7 þjóða, Belgíu, Luxemhurg, Hollands, Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar, Thor um það að hafa orð fyrir þeirra hönd allra og flytja hinum frá-
farandi framkvæmdastjóra kveðjuávarp. Þá, eins og svo oft endranær, kom
sér vel að hafa hæfileika og gáfur, því að ræðan átti að flytjast að vörmu spori,
en ætla má, að til hafi verið ætlazt, að henni fylgdi sérstæður þungi, þegar haft
er í huga, að hún skyldi mælt fyrir hönd nokkuð sérstæðs þjóðahóps, sem ekki
vill láta að sér hæða, þótt smáþjóðir séu, heldur láta heiminn finna, að þessar
þjóðir eru það sem þær eru og meira en sýnist. Thor flutti fallega ræðu að
vanda og síðar þakkaði Trygve Lie með fallegu bréfi, þar sem hann m. a.
segir við Thor: „Ég mun ætíð varðveita minninguna urn samstarf okkar á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Þú hefir lagt drjúgan skerf til starfs samtakanna
9