Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 5

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 5
JÓHANN HAFSTEIN: THOR THORS Hann var ástsæll af æskufélögum á skólaárum. en námsgáfur frábærar. Hann var í fylkingarbrjósti ungra stjórnmálamanna, enda foringjahæfileikar ótvíræðir. Hann var vinsæll og traustur alþingismaður, virtur af kjósendum sínum. Hann var forvígismaður í atvinnulífi og viðskiptamálum. Hann var brautryðjandi sem sendiherra íslands í Vesturálfu og „primus inter pares“ af sendiherrum hins íslenzka lýðveldis. ITann var maður vænn yfirlitum, alvörugefinn að eðlisfari, en glaður með glöðum, með hlýtt hjartalag og örlæti til hjálpar öðrum langt umfram flesta. Þetta eru nokkrar áf þeim einkunnum, er þeir, sem kynntust Thor Thors, mundu gefa honum, fleiri af þeim eða færri, eftir því hversu náin kynnin voru, en vinir hans mundu eflaust gefa þær allar og margar umfram, sem ýmsar væru ekki minna virði. * Thor Haraldur Thors fæddist 26. nóvember 1903 í Reykjavík, sonur hjón- anna Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur bónda í Hraunhöfn á Snæfellsnesi. Þau foreldrar hans eru landskunn öllum þeim, sem vaxnir eru úr grasi, en hin unga kynslóð þessa lands ætti að lesa ævisögu Thors Jensen í frásögn Valtýs Stefánssonar, Morgunblaðsritstjóra, sem út kom í tveim bindum á vegum Bók- fellsútgáfunnar h.f. í Reykjavík 1954. Mundi hún þá kynnast nýrri íslendinga- sögu ungs drengs, sem sigldi slóðir víkinga frá Danmörku til íslands, umkomu- laus með enga fjársjóði meðferðis utan eigin verðleika, og hóf verzlunamám í Brydes-verzlun á Borðeyri. Um það leyti lék Margrét Þorbjörg að legg og skel í Hraunhöfn. Hinn danski drengur átti eftir að verða einn bezti og athafna- mesti íslendingur sinnar samtíðar, Thor og Margrét að lifa saman í löngu og farsælu hjónabandi, eignast stóran barnahóp og heimili, sem stundum bjó við þröngan kost, en í annan tíma við góð efni og meiri en íslendingar áttu að venjast. Synirnir urðu miklir framtaksmenn og Ólafur Thors einn langfremsti stjórnmálaskörungur landsins. En þetta er önnur saga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.