Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 57

Andvari - 01.10.1967, Side 57
SELMA JÓNSDÓTTIR: Enskt saltarabrot á íslandi I Landsbókasafni íslands er hluti af blaði úr latnesku handriti, sem sýnilega hefur verið mjög glæsileg bók. Blað þetta, sem er nr. I.B. 363 8vo í skrá Hins ís- lenzka bókmenntafélags, kom til félags- ins 10. október 1862 og var gjöf frá Ebe- nezer K. Magnússen á Skarði á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Skinnbókarblaðið er 20,7 X 16,5 cm., og eru á því Davíðs sálmar XXXVII, 14 - XXXVIII, 6. Efst í vinstra horni á verso- hlið blaðsins er sögumyndastafurinn D, við upphaf XXXVIII. sálms, sem byrjar: Dixi custodiam. Myndin í stafnum sýnir tilbeiðslu vitringanna (1. mynd). María mey situr fremst til hægri í myndinni á baklausum stól. Hún er klædd í fagur- bláa skikkju yfir rósbleikum kyrtli og heldur á Jesúbarninu í skauti sér. Jesú- barnið er í ryðrauðum kyrtli og réttir hægri hönd í áttina til konungsins, sem krýpur og réttir fram gjafir og heldur á kórónunni á vinstri armi. Konungurinn er í bláum kyrtli og rósbleikri skikkju. Hinir konungarnir tveir standa á bak við. Sá, sem stendur nær Maríu, er í hágræn- um kyrtli, en hinn, sem er fjær, er í grænum kyrtli og blárri skikkju. Bak- grunnurinn er allur úr skíra gulli, sem umlykur fólkið í myndinni og gefur því dularfullan og ójarðneskan blæ. Sögu- myndastafurinn, eða D-ið, er settur á köfl- ottan grunn, brúnleitan að lit eða rauð- bleik-brúnan, og er gullrammi utan um grunninn. D-ið sjálft er blátt og rauð- bleikt að lit. Það er dregið sem hringur, en leggur þess vinstra megin myndast af boglínu hringsins og vafningi með laufi innan í til beggja enda. Umgerð er um lesmálið á blaðsíðunni, a. m. k. hluta þess. Ramminn byrjar vinstra megin, rétt ofan við miðja síðu, á krók, sem snýr út á spássíuna. Á krókn- um stendur maður i rauðbrúnum kjól og blæs í lúður. Síðan er ramminn dreginn inn og liggur þétt upp að sögumyndastafn- um, þannig að laufblöð D-sins liggja yfir hluta rammans. Listi rannnans að ofan er allur úr skíra gulli, en á honum er mynd af veiðiför, þ. e. bogmanni, yzt til vinstri, með spenntan boga, en elgur og héri, eltir af tveimur hundum, eru á harða hlaupum beint á móti honum. Bogmað- urinn er í sinnepsgulum kjól, elgur og héri grábrúnir að lit, en hundarnir hvítir með svörtum dílum. I-ið, næsti stafurinn í orðinu Dixi, er svart, en báðum megin og áfastar við legg stafsins eru brúnar grímur. Letrið á blað- inu er brotið upp af láréttum hyrningum, línufyllingum, fagurbláum og hárauð- um. A verso-síðu blaðsins sést nú aðeins mannshöfuð, sem teygir sig inn í síðuna. Á recto-síðu blaðsins eru 6 línufyllingar í þeim 14 línum, sem varðveitzt hafa (2. mynd). Þar eru bæði manna- og dýra- höfuð, sem ávallt enda í blaðaskrauti. I bláu hyrningunum eru dýrin dregin með svartri línu, en litur bókfellsins gef- ur dýrinu lit. I rauðu línufyllingunum er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.