Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 10

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 10
112 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI á Seyðisfirði 65% of lítill, í Austur-Skaftafellssýslu 52% of lítill og 48% of lítill í Norður-Múlasýslu. Að þessu loknu, sögulegri athugun og grandskoðun ástandsins, sem þá var ríkjandi, segir Thor í grein sinni það, sem nú skal tilfært, en það er ekki ómerk röksemdafærsla 25 ára gamals manns um svo veigamikið grundvallaratriði stjórn- mála í lýðfrjálsu landi, sem kjördæmaskipunin er: „Hver vill nú lengur verja þetta óréttlæti? Hvaða skynsamleg ástæða verður fundin til að viðhalda því? Er það ekki bersýnilegt, að með þessari ranglátu kjördæmaskipun er alvarlega brotið í bág við grundvallarreglu hins almenna kosningarréttar, sem mönnum verður á að ætla, að órannsökuðu máli, að sé algild í stjórnarskipun vorri, og sennilega allir vilja viðhalda. Það er ekki almennur kosningarréttur nema því að eins, að atkvæði allra kosningabærra manna, án tillits til þess, hvar þeir eru í landinu, séu jafn- gild. Reglan, sem Englendingar orða svo: „One vote, one value“, verður að gilda til þess að kosningarrétturinn geti talizt almennur. Það er ekki almennur kosningarréttur á meðan maður, sem á heima á Seyðisfirði, hefir að lögum sömu áhrif á landsmál sem sex Reykvíkingar. — Eða hvaða ástæða er til þess, að einn Austur-Skaftfellingur er talinn jafngilda þremur Eyfirð- ingum og þremur og hálfum Suður-Þingeyingi? Ef réttlæti þessa skipulags á að byggjast á einhverju lögmáli, þá er vissulega ekki auðvelt að átta sig á því. Auk þess sem kjördæmaskipun sú, sem nú ríkir hér á landi, hrýtur í bág við grundvöll almenns kosningarréttar, getur hún og komið í bág við undirstöðu þingræðisins, sem sé þá, að þeir fari með valdið í landinu, sem meiri hluti þjóðarinnar fylgir. Það er vitanlegt, að vegna núverandi skipulags getur minni hluti kjósenda á öllu landinu ráðið meiri hluta þings og þar af leiðandi einnig landsstjórn. Þar kemur því fram svo hróp- legt og hættulegt ranglæti, að fyrir þá sök eina er brýn þörf breytingar. Ef við hverfum af þeim grundvelli, sem óhjákvæmilegur er, hvarvetna þar sem jafnrétti borgaranna er viðurkennt, sem sé að meiri hluti þeirra ráði, þá erum við komnir út á þá hættulegu braut, að erfitt verður að finna viðurkenndan rétt handhafa ríkisvaldsins. Hér á landi, þar sem ríkisvaldið verður að teljast með veikasta móti til andstöðu, ef á það er leitað, er hættan augljós". Thor Thors gerir grein fyrir þrem hugsanlegum leiðum, sem aðallega gætu komið til greina: 1) Landið sé allt eitt kjördæmi með hlutfallskosningu. 2) Landinu sé skipt í eintónr einmenningskjördæmi, með uppbótarþing- sætum í hlutfalli við atkvæðafjölda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.