Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 24
126
JÓHANN HAFSTEIN
ANDVARI
nutum við fyrst og fremst Thors sendiherra. Eftir á ér kannske hægt að segja,
að þessu hefði hver sendiherra getað til leiðar komið. Við, sem fylgdumst með
því svo til daglega, hvað var að gerast, vitum hinsvegar vel, að þá þurfti harð-
duglegan eftirrekstursmann, fyrst og fremst til þess að fá leyfi til kaupa á efni-
vörum til hitaveitunnar. Og svo þurfti að afla leyfa til flutninga hingað. Og
enn þurfti að fylgja málinu eftir. Tvisvar sinnum týndist allverulegur hluti
efnisins til hitaveitunnar (tveim skipum sökkt). Þá reyndi mest á umboðsmann
íslands þar vestra. — Eigi að síður tókst sendiherranum að fá fyllt í skörðin,
svo að hitaveitan varð staðreynd, þægileg staðreynd. — Með sömu árvekni um
okkar hag stóð Thor á verði um kaup og flutninga á vélasamstæðunni til Ljósa-
fossstöðvarinnar 1942—1943. . . . Þó að síðar hafi dregið til ágreinings um stöðu
íslands og hlutskipti í samtökum vestrænna þjóða, þá hefi ég aldrei heyrt dregið
í efa, að Thor standi jafnan vel á verði um hagsmuni íslands í þeim skiptum
öllum, og er skemmst að minnast Sogsvirkjunarinnar nýju, Laxárvirkjunar,
áburðarverksmiðjunnar, fyrirhugaðrar sementsverksmiðju o. s. frv. Um öll
þessi mál hefir Thor staðið í ístaðinu fyrir íslands hönd, og enda þótt margir
aðrir hafi lagt á gjörva hönd, þá skal enginn vanmeta þann skerfinn, sem vafa-
laust hefir orðið einna drýgstur, er til úrslita kom.“
Hér við má bæta, að sendiherrann hafði á þessum erfiðu árum milligöngu
um útvegun efnis til rafveitunnar í Keflavík og á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Árið 1944 keypti sendiráðið af flotastjórn Bandaríkjanna einn Grumman flug-
bát fyrir Loftleiðir og ári síðar annan fyrir Flugfélag íslands, en bæði flugfélögin
áttu fyrr og síðar hauk í horni þar sem Thor Thors var.
Þá var Thor Thors ekki síður drjúgur liðsmaður fyrir Eimskipafélag Is-
lands. Mun hann mestu hafa áorkað um kaup happaskips þess, Tröllafoss, en á
fjölmargan annan hátt iðulega hlaupið undir bagga. Heimili sendiherrans í
Washington prýddi íslenzk listasmíði, útskorið skrifborð, forkunnar fagurt, en
það var gjöf frá Eimskipafélagi íslands til viðurkenningar og þakkar fyrir ómetan-
lega elju hans og afrek í þágu félagsins.
Minnast verður þess, að eftir að kafbátar höfðu sökkt báðum skipum Eim-
skipafélags íslands, Goðafossi og Dettifossi, voru engin farþegaskip í förum
til íslands. Þá voru engar almennar flugferðir til landsins. Fyrir milligöngu
sendiráðsins flutti herstjórn Bandaríkjanna hundruðir Islendinga heirn með
flugvélum sínum. Á þessum árum var það einnig hlutskipti sendiráðsins að
útvega íslenzku námsfólki skólavist vestra, og sendiráðið mun jafnvel um tíma
hafa annazt fjárhald fyrir margt af námsfólkinu
Að styrjöldinni lokinni færðust út kvíarnar hjá íslenzka sendiherranum
í Washington. Thor Thors var skipaður sendiherra í Kanada 19. sept. 1947,