Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 100

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 100
202 STURLA FRIÐRIKSSON ANDVARI ar tölur og margir þættir koma hér við sögu, sem gera útreikninga erfiða. Jarð- vegur berst með ám eða fýkur á haf ut og kemur ekki fram í þcssum reikning- um. Einnig grær land nokkuð upp af sjálfu sér og vegur upp á móti þessari eyðingu, eins hafa orðið áraskipti af upp- blæstri. Framan af öldum hefur uppblást- ur verið tiltölulega lítill, síðan aukizt um seinni hluta miðalda, en fer sennilega minnkandi eftir því, sem minna er af að taka og þar sem auðfoknasti jarðvegurinn er nú þegar farinn. En þrátt fyrir ýmsar skekkjur er þó sennilegt, að uppblásturs- hraðinn sé þó nálægt því að vera eitt pco mill, en það þýðir, að af hverjum 10.000 m2 eða af einum hektara hverfi árleg.i tíu fermetrar. Nokkuð lát hlýtur þó að verða á uppblæstri eftir því, sem gengur á hið gróna land. Mundi annars með þessu áframhaldi, allt gróðurlendi Islands verða þrotið að næstu 1000 árum liðnum. Tjón af uppblæstri hefur verið mjög margþætt. Mesta tjónið er þó fólgið í því uppskerutapi, sem orðið hefur á sérhverju gróðurlendi, sem varð uppblæstrinum að bráð og þeim varanlegu skemmdum, sem urðu á sjálfum jarðveginum, næringar- forðabúri jurtanna, en þann skaða verð- ur erfitt að bæta. Hin örfoka jörð hefur orðið ófrjó og svo gljúp, að hún lieldur ei lengur nægurn jarðraka fyrir nýja inn- rás gróðurs, en víða er allur jarðvegur horfinn. Auk þessa beina tjóns er ekki ósennilegt, að gróðureyðingin hafi breytt loftslagi til hins verra. Uppblásturinn er því bersýnilega mikill skaðvaldur á ýms- um sviðum og hlýtur óhjákvæmilega að hafa haft víðtæk áhrif á íbúa landsins. Grasnytin gnmdvöllur jarðarmatsins. Til rannsóknar á þeim þætti, sem lýtur að gildi gróðurlendis, mætti ætla, að hægt væri að hafa hliðsjón af jarðarmötum ýmissa tíma, ef unnt væri að sýna á hverju upphaflegt mat jarða byggðist, og hvort jörð hefði raunverulega gengið úr sér. Auk þess gæti verið æskilegt að finna mælikvarða á gildi gróðurlendis eða hvað ákveðið flatarmál lands gat raunverulega framfleytt mörgu fólki á ýmsum tímum. Islenzkar jarðir voru metnar að fornu, en nokkuð hafa verið skiptar skoðanir um, hvað legið hafi til grundvallar því mati, eða hvort flutningsgagn jarða hafi legið að baki hundraða mati þeirra. I því sambandi hafa fræðimenn deilt um skjal nokkurt, sem nefnt er Bergþórsstatúta og segir fyrir um, hvernig að fornu skuli meta jarðir eftir þeim búpeningi, sem þær geta framfleytt í meðalári. Skjal þetta fundu þeir Árni Magnússon og Páll lög- maður Vídalín, er þeir voru að safna gögnum að jarðabókinni. Átti þetta skjal að geyma gamlar matsreglur, en aðrir álitu Daða prest Halldórsson í Steinsholti (1671—1721) hafa samið skjalið.1) Um- ræður, sem orðið hafa um tilkomu og efni skjalsins, eru eins konar bollalegg- ingar um íslenzka Malthusarkenningu og er fróðlegt að hugleiða það mál. Hefur Páll Briem2) skrifað ýtarlega um þetta efni, og farast honum meðal annars svo orð: „Bergþórsstatúta og hugmyndir henn- ar hafa aldrei verið hraktar, og það sést bezt, þegar átti að fara að endurskoða jarðamatið um 1880, hversu hugmyndii þessar voru ríkar í hugum manna. Jón Pétursson, háyfirdómari, mátti á sínum tíma heita einhver fróðasti maður hér á landi í fornum lögum. Hann var í land- búnaðarlaganefndinni, en varð í minni 1) Halldór Einarsson 1833, Om Værdie- Beregning paa Landsvis og Tiende-Ydelser i Island, Kbh. 2) Hundraðatal á jörðum, Lögfræðingur 1900 VI bls. 1—54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.