Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 102
204
STURLA FRIÐRIKSSON
ANDVARI
hluta og samdi frumvarp til lanclbúnaðar-
laga, er gefið var út 1878 með athuga-
semdum hans. Þar segir hann: „1 fyrnd-
inni voru víst jarðir nefndar til hundraða
eftir því, hvað mikinn pening mátti á
þeim hafa, og eins var víst haft tillit til
þess arðs, er þær gáfu af sér, og það virð-
ist vera hið eðlilegasta að telja hverja
jörð eins mörg hundruð, eins og hún gef-
ur af sér mörg kýrfóður, og hin önnur
hlunnindi mörg hundruð." Það er því
auðsætt, að hann hefur álitið, að hug-
myndirnar í Bergþórsstatútu væru réttar,
en sama kom fram hjá öllum þorra al-
þingismanna 1877. Þetta ár lagði stjórn-
in fyrir þingið frumvarp til laga um end-
urskoðun jarðabókarinnar frá 1861. —
Nefndin í efri deild var öll samhuga um,
að jarðir ætti að meta til hundraða eftir
líkum reglum, sem eru í Bergþórsstatútu.
í neðri deild voru menn einnig á sömu
skoðun, en auk þess fundu menn upp á
því að miða jarðarmatið eigi aðeins við
fénaðarfjölda sem „hinn vissasta mæli-
kvarða“ heldur við mannfjölda, og átti
mannfjöldinn að sýna hlunnindin. Menn
hafa auðsjáanlega hugsað sem svo: Ur
því að miðað er við skepnur, sem lifa á
grösum jarðarinnar, þá á líka að miða við
mennina, sem lifa á rófurn og jarðeplum,
sem líka vaxa á jörðinni, og öðrum hlunn-
inudum jarðarinnar.
Það er auðsætt, að hugmyndum Berg-
þórsstatútu er fylgt út í æsar, og þeim,
sem vilja telja mennina eins og skepn-
urnar, mun víst falla þetta vel í geð. En
hvað svo sem er um þetta, þá er það víst,
að það er alveg ómögulegt, að slíkar hug-
myndir geti komið upp, þar sem menn
lifa á iðnaði, verzlun og öðrurn líkum at-
vinnuvegum."
Slík er umsögn Páls Briem, en einmitt
vegna þess, að íslendingar eru og voru
fyrst og fremst fæðuframleiðendur en
ekki iðnaðar- eða verzlunarþjóð og fluttu
vart nokkra matvöru inn í landið, virðist
mjög eðlilegt, að jarðarmat hafi verið
miðað við framleiðsluhæfni jarðarinnar.
En framleiðsluhæfni kemur að nokkru
fram, þegar borin er saman hundraðatala,
búfénaður og fólksfjöldi landsins fyrr á
öldum.
í jarðatali á Islandi eftir J. Johnsen
(1847) yfir dýrleika jarða og manntal,
telur hann jarðamat yfir allt landið vera
85.443 hundruð, en þá var fólksfjöldinn
57.797 íbúar. Þannig var þá um hálft
annað hundrað (1.47) jarðar fyrir hvern
íbúa í landinu. Þegar hins vegar er at-
hugað hlutfallið milli dýrleika jarða og
fólksfjölda í einstökum sýslum, kemur í
Ijós, að á Vestur- og Norðausturlandi
stendur um eitt hundrað í jörðum að
baki hverjum íbúa. Þessu er öðru vísi
farið annars staðar á landinu. í Árnes-
sýslu, Mýra- og Dalasýslu, Elúnavatns-
sýslu, Skagafirði og Eyjafirði stóðu þá
til dæmis um tvö hundruð í jörðum að
baki hverjum einstaklingi. Þetta ósam-
ræmi í jarðardýrleika miðað við íbúafjölda
einstakra byggðarlaga er að ýmsu leyti
athyglisvert, og liggja ef til vill til þess
margar orsakir.
Ekki er ósennilegt, að samræmi hafi
verið í hinu upphaflega hundraðamati
jarða hvar á landinu, sem var, en erfitt
er að átta sig á hvort íbúafjöldi einstakrn
byggðarlaga hafi þá verið í samræmi við
hundraðatölu jarða.
Hafi upphaflega verið sama mat á gras-
nytjum hvar á landinu, sem var, og gras-
nyt þá verið fullnýtt, hlýtur annað hvort
að hafa orðið breyting á nýtingu eða mati
þeirra jarða, sem Johnsen vinnur skýrslu
sína úr. Vafalaust hafa hlunnindi önnur
en grasnytjar veruleg áhrif á beint sam-
ræmi milli fólksfjölda og hundraðatölu