Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 37
ANDVARI
THOR THORS
139
stigi menningar og farsældar alls fjöldans, þá getum við með sanni sagt: „að
allt vort þjóðlíf sé ævintýr".
A þessum tímamótum fögnurn við því, að frelsi þjóðar okkar hefir fært
okkur auknar framfarir, aukið menningu þjóðarinnar og bætt lífskjör hennar
allrar. Það er staðreynd, að það er sem íslenzka þjóðin hafi öðlazt nýtt líf á hin-
um síðustu rúmlega 45 árum, frá því að við fengum viðurkennt sjálfstæði
okkar árið 1918. Við erum nú stöðugt að læra betur og betur að hagnýta auð-
lindir landsins og hafsins við strendur þess, og íslendingar eru mesta aflaþjóð
í heimi. íslenzka þjóðin býr nú við lífskjör, sem okkur gat áður eigi dreymt um.
Hún nýtur góðrar menntunar á öllum sviðum. Háskóli fslands vex að fjölda
nemenda og tekur fyrir ný og vandasöm verkefni á sviði vísinda og tækni.
Listirnar blómgast og menningin vex í lundum nýrra skóga, sem sumir eru
enn ógrónir í landi framtíðarvona Islandsbarna. Stór verkefni blasa við þjóðinni.
Moldarkofarnir gömlu eru hrundir, vistleg nýtízku híbýli eru hvarvetna til
sveita og við sjó. Landið er ræktað í vaxandi mæli, og samgöngur innanlands
og við umheiminn hafa tekið risastökk, ný skip koma að landi og loftförin
tengja ísland nánum böndum við fjarlægar þjóðir. Allt er þetta ánægju- og
þakkarefni á hátíðlegri stundu, en við megum heldur ekki gleyma því, að
vandi hvílir á íslenzku þjóðinni. Við verðum að horfast í augu við alvöruna,
og sýna það, að vitsmunir þjóðarinnar valda því, að hún þekkir sinn vitjunar-
tíma og mun bera gæfu til þess að tryggja trausta framtíð og sjálfstæði íslenzku
þjóðarinnar á komandi tímum. Við höfum færzt mikið í fang, og verkin sýna
þar merkin, en nú er oss nauðsyn að láta ekki blekkjast af yfirborðinu einu,
heldur tökum til athugunar staðreyndirnar, hvort sem þær eru ljúfar eða leiðar.
Ef við berum gæfu til að standa öll saman, þá mun vel fara og hver getur unað
glaður við sitt.
Eitt gleðilegasta tákn samhugs og skilnings þjóðarinnar er samkomulag
ríkisstjórnarinnar, launþega, verkafólks og atvinnurekenda, sem fyrir nokkrum
dögum var gefið lýðveldi okkar í afmælisgjöf. Þess vegna er nú í dag óvenju
bjart yfir íslenzku þjóðlífi. Við finnum vordísanna vængjablak í huga fólksins
og við getum sagt með sanni:
„Yfir dal er draumabjarmi mætur,
djúpur friður gjörvallt sveipað lætur,
báran andar létt viS lága strönd".
Við segjum einnig með glaðri röddu, að
„Vort land er í dögun af annarri öld“.