Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 121
ANDVARI
FYRSTI ÍSLENZKI STJÓRNMÁLAFLOKKURINN
223
fjarðarsýslu, bóndi í Guðrúnarkoti á Akra-
nesi. Hann var þingmaður 1869—1873.
Hjálmur Pétursson þingmaður Mýra-
sýslu, bóndi í Norðtungu og síðar að
Hamri. Hann var þingmaður 1865—
1879.
Egill Egilsson þingmaður Snæfellsnes-
sýslu, verzlunarstjóri í Stykkishólmi og
síðar í Reykjavík. Þingmaður 1871 og
1873, og síðar þingmaður Mýrasýslu 1881
—1885.
Guðmundur Einarsson þingmaður
Dalasýslu, prestur á Breiðabólsstað á
Skógarströnd, áður prófastur á Kvenna-
brekku. Var þingmaður Dalasýslu 1853
—1857 og frá 1869 til dauðadags, 1882.
Eiríkur Kúld þingmaður Barðastrand-
arsýslu, prestur og síðar prófastur í Stykk-
ishólmi. Þingmaður Dalasýslu 1853—
1857 og Barðastrandarsýslu 1865—1885.
]ón Sigurðsson þingmaður ísafjarðar-
sýslu, skjalavörður í Kaupmannahöfn.
Var þingmaður frá 1845 til 1877.
Torfi Einarsson þingmaður Stranda-
sýslu, bóndi á Kleifum á Selströnd. Þing-
maður frá 1867 til dauðadags, 1877.
]ón Kristjánsson varaþingmaður Húna-
vatnssýslu, prestur á Breiðabólsstað í
í Vesturhópi, sat þetta þing í stað Páls
Vídalíns stúdents, bónda í Víðidalstungu.
Hann hafði áður verið þingmaður Suður-
Þingeyjarsýslu 1853—1857.
Davíð Guðmundsson þingmaður Skaga-
fjarðarsýslu, prestur á Felli í Sléttuhlíð,
síðar í Möðruvallaklaustursþingum. Þing-
maður 1869—1873.
Stefán Jónsson þingmaður Eyjafjarðar-
sýslu, bóndi og umboðsmaður á Steins-
stöðum í Öxnadal. — Þingmaður 1845
til 1873, ávallt fyrir Eyjafjarðarsýslu
nema á þjóðfundinum 1851, er hann var
fulltrúi fyrir Skagafjarðarsýslu.
]ón Sigurðsson þingmaður Suður-Þing-
eyjarsýslu, bóndi og umboðsmaður á
Gautlöndum. Þingmaður frá 1859 til
dauðadags, 1889.
Erlendur Gottskálksson varaþingmaður
Norður-Þingeyjarsýslu, bóndi í Garði í
Kelduhverfi, síðast í Asi í sömu sveit. A
þingunum 1871 og 1873 sat hann sem
varamaður Tryggva Gunnarssonar kaup-
stjóra.
Þá eru taldir þeir 17 þjóðkjörnu þing-
menn, sem teljast stofnendur hins ís-
lenzka Þjóðvinafélags. Utan þess stóðu
einungis hinir 6 konungkjörnu fulltrúar
og þrír þjóðkjörnir: Dr. Grímur Thomsen
þingmaður Rangárvallasýslu, séra Helgi
Hálfdanarson þingmaður Vestmannaeyja
og séra Þórarinn Böðvarsson prófastur í
Görðum á Alftanesi, þingmaður Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Fyrir Norður-
Múlasýslu mætti enginn á þingi 1871,
en þingmaður kjördæmisins var séra Hall-
dór Jónsson prófastur á Hofi í Vopna-
firði, og varafulltrúi Páll Ólafsson, skáld,
umboðsmaður og bóndi á Hallfreðarstöð-
um; voru þeir báðir eindregnir meirihluta-
menn.
Þingeysku höfundarnir segja félagið
stofnað á sýslufundi Suður-Þingeyinga
(bændafélagsfundi) hinn 8. júnímánaðar
1870, og virðist í fljótu bragði ekki gott
að koma þessu tvennu heim og saman.
Sé um eitt félag að ræða ætti önnur kenn-
ingin að vera rétt en hin röng, samkvæmt
hinni gullnu reglu aut est, aut non est,
tertium non datur.
í þriðja árgangi Andvara, tímarits hins
íslenzka Þjóðvinafélags, segir Jón Sigurðs-
son (?) svo í upphafi forystugreinar rits-
ins: „Frumkvöðlar félags þessa (þ. e. Þjóð-
vinafélagsins), nokkrir heiðursmenn með-
al Þingeyinga, sem mættu á sýslufundi
8. júní 1870, tóku sig saman um að
hvetja landsmenn til að sýna í verkinu
að þeir hefði það þrek og samheldi að
vera sjálfstætt þjóðfélag og vinna sér þau